Frjáls verslun - 01.03.1985, Blaðsíða 104
Um páskana flutti einn af fréttamönnum ríkisútvarpsins,
Stefan Jón Hafstein, athyglisverðan fréttapistil frá Bandaríkj-
unum. Greindi hann frá könnun á lestrarvenjum Bandaríkja-
manna en helsta niöurstaða hennar var sú að bókalestur hefur
vaxiö þar ótrúlega mikiö á síðustu árum, svo og lestur tímarita
og sérrita hvers konar. Á sama tíma hefur heldur dregið úr
lestri dagblaða. Niðurstöður könnunarinnar sem Stefán Jón
sagöi frá kemur þó ekki á óvart heldur staöfestir það sem vit-
aö var fyrir — að bökalestur og tímaritalestur er nú í mikilli
sókn eftir lægðartimabil sem fylgdi í kjölfar almennrar sjón-
varpsvæðingar og myndbandaeign almennings. Bandaríkja-
menn hafa löngum veriö skrefinu á undan, ef svo má að orði
komast. Niðursveiflan í lestri kom á undan hjá þeim og upp-
sveiflunnar verður fyrst verulega vart þar en reynslan sýnir að
þróunin hjá öðrum þjóðum hefur alltaf veriö svipuð, aðeins
komið dálítið á eftir.
Sannast sagna voru margir orðnir mjög uggandi um framtíö
bókaútgáfu og bókalesturs á íslandi eftir nokkur mögur ár í
röð. Samdráttur bóksölu var sagður allt að 25% á milli ára.
Niöurstaöa síðustu „jólavertíöar" varð hins vegar sú að bók-
sala varð betri en um langt skeið og er ekki fráleitt að ætla að
þar megi merkja fyrstu vísbendingu um sókn bókarinnar á nýj-
an leik á íslandi.
Það er einnig Ijós staöreynd að áhugi fólks á tímaritum og
sérritum hvers konar hefur aukist gífurlega. Tímarit sem fjalla
um sérhæft efni hafa náð góðri útbreiðslu og stööugleika í
sölu sem aftur hefur leitt til þess að þessi tímarit hafa náö
öruggri fótfestu á auglýsingamarkaöinum. Með auglýsingum í
þeim hafa seljendur vöru og þjónustu náð betur til þeirra
markhópa sem þeir vilja beina sölu sinni til. Kom þessi þróun
fyrst fram i Bandaríkjunum en er nú greinilega aö færast yfir til
Evrópu og er t.d. Ijóst aö tímaritaútgáfa sem átti verulega und-
ir högg að sækja á Norðurlöndunum um skeiö er nú aftur á
mikilli uppleið.
Ætla má að þróunin á íslandi verði mjög svipuö og annars
staðar. Sjónvarps- og myndbandasveiflan gengur yfir á
ákveðnum tíma og er raunar hægt að greina merki þess, m.a.
á bóksölunni fyrir síðustu jól að nýjabrumið sé að fara af þess-
um fjölmiðlum. Ýmis teikn eru á lofti að þróunin í tímaritaút-
gáfu og útgáfu sérrita verði svipuð á íslandi og annars staöar
og þessir fjölmiðlar muni sækja stööugt í sig veðrið. Það
staðfestir m.a. sú mikla aukning sem oröið hefur á útbreiöslu
tímarita Frjáls framtaks en á síöustu tveimur árum hefur upp-
lag timarita og sérrita fyrirtækisins nálega þrefaldast.
m,
100