Frjáls verslun - 01.04.1985, Síða 7
frjáls
verzlun
FRJÁLS VERZLUN
Sérrit um viðskipta-,
efnahags- og atvinnumál
RITSTJÓRI:
Sighvatur Blöndahl
RITNEFND:
Kjartan Stefánsson
Pétur A. Maack
LJÓSMYNDARAR:
Jens Alexandersson
Loftur Ásgeirsson
AUGLÝSINGASTJÓRI
Sjöfn Sigurgeirsdóttir
ÚTGEFANDI: Frjálst framtak hf. Timaritiö er gefið út i samvinnu viö Verzlunarmannafélag Reykjavikur og Verzlunarráð islands SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, simi 82300 Auglýsingasimi 31661 STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Flreggviðsson AÐ ALRITST JÓRI: Steinar J. Lúöviksson SKRIFSTOFUSTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir MARKAÐSSTJÓRI: SigriðurHanna Sigurbjörnsdóttir
SETNING, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentstofa G. Benediktssonar LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir
Ritstjóraspjali
Mikil
umskipti
MIKIL umskipti hafa orðið í gjaldeyris- og viöskiptamálum
hér á landi á liðnum tveimur til þremur árum, samfara auknu
frelsi. Hefur þetta gerbreytt stöðunni til hins betra. Það má
kannski segja að við séum farin að nálgast hinn siömenntaöa
heim hvað stöðuna í þessum málum varðar.
Unnið hefur verið að breytingum á reglugeröum og nægir
þar að nefna reglugerðir varðandi greiðslukort, ferðamanna-
gjaldeyri og eignatilfærslur vegna búferlaflutninga. Þessar
breytingar eru allar í frjálsræðisátt. Frumkvöðullinn í þessum
breytingum er viðskiptaráðherra Matthías Á. Mathiesen og á
hann hrós skiliö fyrir framgöngu sína í þessum efnum. Þeir
voru ótrúlega margir ráðherrarnir í stól viðskiptaráðherra sem
hvorki vildu eða þorðu að breyta þessum málum.
Betur má ef duga skal á við í þessum málum sem svo mörg-
um öðrum. Við íslendingar eigum ennþá verulega langt í land
með að vera meö svipað kerfi á gjaldeyrismálum eins og tiðk-
ast í nágrannalöndum okkar. Frjáls verzlun hvetur viöskipta-
ráðherra eindregið til að halda áfram á þessari braut til hags-
bóta fyrir alla landsmenn.
Útflytjendur hafa lengi kvartað yfir því að þurfa að skila
gjaldeyristekjum sínum beint í banka við móttöku. Að mati
flestra útflytjenda væri í raun mun bærilegra aö fá að eiga
gjaldeyristekjur á innlendum eða erlendum gjaldeyrisreikn-
ingum til frjálsrar ráöstöfunar. Þess má reyndar geta, að í
aprílmánuöi sl. gaf viðskiptaráöherra út nýja reglugerð, sem
eykur ákveöiö á frjálsræðið, en alls ekki nægilega mikið.
í raun er mjög margt sem bendir til þess að rýmri heimildir
til gjaldeyriseignar muni leiða til aukins gjaldeyrisstreymis og
betri gjaldeyrisskila. Nægir í þessu sambandi að benda á
reynsluna af innlendum gjaldeyrisreikningum í bönkum. Þar
hefur innlánsaukningin verið töluvert umfram önnur innlán. í
dag eru samtals liðlega 1.800 milljónir króna inni á innlendum
gjaldeyrisreikningum eöa um 7,5% af öllum innlánum i
bankakerfinu. Það munar um minna. í lokin skal það enn ítrek-
að að aukið frjálsræði er til hagsbóta fyrir alla landsmenn.
— Sighvatur Blöndahl.
7