Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1985, Síða 61

Frjáls verslun - 01.04.1985, Síða 61
ári. Jafnframt voru settir 10,5% vextir á gengisbundin afurðalán, þegar endurseljanlegt lán og viðbótarlán er veitt i einu lagi. Nóvember Hinn 7.nóvember voru boðnir út 90 daga ríkisvixlar samtals aö fjárhæö 30 m.kr. Tilboóum var tekiö i 25,5 m.kr. að nafn- veröi, og var meðalársávöxtun 27,8%. Sama dag voru vextir verð- tryggðra útlána, sem til var stofnað fyrir 11. ágúst 1984, hækkaðir um 1%-stig úr 6% í 7% fyrir bréf meö lánstíma allt aö 2 1/2 ár og úr 7% i 8% fyrir lengri lán. Auk þess gerðu Seölabankinn og innlánsstofnanir með sér samkomulag um, að innláns- stofnanir lækkuöu vexti af nýj- um verðtryggðum útlánum um 1-2%-stig í 7% og 8% á ári til að samræma vaxtakjör á verð- tryggöum lánum. Hinn 20.nóvember var meöal- gengi íslensku krónunnar lækk- að um 12% gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Meginástæður þessa voru miklar hækkanir launakostnaöar í kjölfar kjara- samninga, sem höfðu i för með sér aukinn framleiðslukostnað útflutningsatvinnuveganna, og vaxandi eftirspurn, sem að öllu óbreyttu myndi leiöa til aukins viðskiptahalla. Með gengisfell- ingunni var stefnt að því að skapa aö nýju skilyröi fyrir stöðugleika í gengismálum. í kjölfar hækkunar á gengi er- lends gjaldeyris ákvaö banka- stjórn Seðlabankans að leiö- rétta lánskjör á endurseldum út- flutningslánum, sem tengd eru gengi SDR. Leiðrétting þessi mun nema samtals 440 millj.kr. Hinn 21.nóvember voru vextir gengisbundinna afurðalána lækkaðir í 9,75% á ári. Vextir af endurseljanlega hlutanum voru lækkaðir í 9% á ári. Desember í Ijósi mikillar verðbólgu, sem kauphækkanir og gengislækk- un leiddu af sér, ákvaö banka- stjórn Seðlabankans hinn 20.desember eftirfarandi vaxta- breytingar með gildistöku 1 .jan- úar 1985: 1) Vextir af verðtryggðum út- lánum lækka um 3%-stig og verða 4% af lánum allt að 2 1/2 ár, en 5% af lengri lánum. Skuldabréfa- vextir fylgja meðalávöxtun af nýjum bráfum á hverjum tíma Óheimilt verður að veita verð- tryggð lán til skemmri tíma en 6 mánaða. Þessir útlánsvextir verða bundnir af ákvöróun Seðlabankans til loka mars 1985. 2) Vextir af almennu sparifé hækka um 7%. 3) Vextir af ógengisbundnum afurðalánum hækka úr 18% i 24%. 4) Tekið verður upp breytt fyrirkomulag dráttarvaxta, þannig að þeir verða endur- skoðaðir mánaðarlega og ákveðnir meö hliðsjón af meðal- vöxtum skuldabréfa hverju sinni. 5) Um breytingu vaxta af al- mennum skuldabréfum, sem gefin voru út fyrir H.ágúst, veróur frá ársbyrjun 1985 tekin upp sú regla, að þessir vextir fylgi meðalávöxtum af nýjum skuldabréfum á hverjum tima, og mun Seðlabankinn tilkynna þá mánaöarlega. Hinn 21.desember voru vextir gengisbundinna afurðalána lækkaðir í 9,5% á ári. Ljósastólpar Járnsmíði Framleiðum Ijósastólpa til lýsingar á götum, bílastæðum, heimkeyrslum og göngustígum. Stærðir 1,5 - 16 m. Vinnum alla almenna smíði úr járni, áli og ryðfríu stáli. Gerum tilboð í stærri sem smærri verk ef óskað er. Vélsmiðjan Stálver hf., Funahöfða 17, 110 Rvík Sími: 83444 61

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.