Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1985, Page 18

Frjáls verslun - 01.04.1985, Page 18
Sjúkraflugi lokið. Flugmenn þeirra félaga er sinna sjúkra- og neyðarflugi eru jafnan boðnir og búnir er kall kemur og er þá ekki alltaf spurt hvort veöriö sé gott eöa ekki. tíma i mánuöi. Á almennum vinnumarkaði er dagvinnutiminn 160 klst. á mánuði. Hins vegar eru geröar þær kröfur til flug- manna aö þeir séu jafnan vel fyrir kallaöir í starfi sinu og þvi segja flugmenn að vinnuveitandi verði aö skapa þeim svo gott lifsviöur- væri aö þeir þurfi ekki aö hafa áhyggjur af framfærslu sinni. Engu aö siöur er þaö svo aö sumir flugmenn stunda einhvers konar aukavinnu. Sumir hafa ööl- ast einhverja háskólamenntun og taka aö sér einhver störf í hjá- verkum, en aörir láta sér nægja áhugamálin. Flugmenn eru þó sammála um aö þaö komi niður á þeim sjálfum ef þeir stunda og stift aöra vinnu meö flugmanns- starfinu, þaö sé fljótt aö koma i Ijós ef menn eru illa undir flugiö þúnir og þvi sé þaö jafnan svo aö flestir hverfi úr aukastörfum. Minni flugfélög Flugfélögin sem starfa i landsfjóröungunum hafa á siö- ustu árum gerst aöilar aö kjara- samningi FIA og eru þvi kjör flug- manna þeirra hliöstæö kjörum flugmanna Flugleiöa. Ákvæöi um vaktskyldu, hámarksflugtíma á mánuöi og ári eru svipuð og sömu kröfur eru gerðar varðandi þjálfun og heilsufar. Byrjunarlaun flugmanna landshlutafélaganna eru nú 46.824 og siðan þætast viö dag- peningar og Pilastyrkur, alls um 13 þúsund krónur. Eftir sjö ára starf eru grunnlaunin komin i tæplega 57 þúsund krónur og eftir 16 ára starf eru þau 67.418. Flugmenn greiöa siðan 11% af grunnlaunum sinum i lifeyrissjóð og atvinnuveitandinn önnur 11 %, eins og flugmenn stærri flugfé- laganna. Þessi laun eru greidd fyrirflug- menn á öllum tegundum lítilla véla, þeirra sem eru fjögurra til nitján farþega. Oftast fljúga þeim tveir flugmenn, a.m.k. í sjúkra- flugi, flugi aö næturlagi, feröum til útlanda og regluPundnu áætlun- arflugi sem er í framhaldi af ferö- um Flugleiðavéla. Hins vegar fara flugmenn oftast einir þegar um póstflug og aðra flutninga er aö ræöa og ekki er skilyrði aö þeir séu tveir. Á þessum vélum er ekki um aö ræöa skiptingu milli flugstjóra og flugmanns, flug- menn þessara véla hafa allir sömu réttindi og launamunur þeirra ákvaröast af starfsaldri. Breytileg kjör Kjörin hjá öörum flugfélögum sem starfa aö ýmis konar leigu- flugi og kennslu eru mjög breyti- leg. Meö einfaldri alhæfingu má þó se'gja aö laun flugmanna þeirra séu almennt hálfu lægri og friin einnig hálfu minni. Oft starfa hjá þessum félögum ungir flug- menn sem eru aö safna tímum, safna reynslu áöur en þeir geta sótt til stærri félaganna. Segja má aö æösta ósk flugmanna sé yfirleitt að komast til Flugleiða, enda mest atvinnuöryggi þar og launin aö jafnaöi hæst. 18

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.