Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1985, Síða 25

Frjáls verslun - 01.04.1985, Síða 25
verið farrýmisskipting i DC-8 þotum félagsins og verður áfram eitt farrými á flugleiðinni milli Bandarikjanna og Luxemborg. Frá þvi að farrýmisskiptingin var tekin upp á nokkrum leiðum í millilandaflugi Flugleiða i apríl á siðasta ári hefur stöðugt verið unnið við að bæta og auka ennfrekar þá þjónustu sem i boði er fyrir farþega. Ekki sitja fleiri en tveir farþegar i þriggja sæta röð hvenær sem rúm leyfir. Meira er lagt i veitingar á SAGA-CLASS og farþegum ekki gert að greiða fyrir drykki. Sérstakt innritunar- borð er fyrir farþega SAGA- CLASS á Keflavíkurflugvelli og á erlendum flugstöðvum eru þessir farþegar innritaðir á „Business Class“ borð þeirra félaga sem annast innritun farþega Flug- leiða. Þá mega farþegar SAGA- CLASS hafa meðferðis allt að 30 kg af farangri án aukagjalds. Flugleiðamenn tðku sérstaklega fram, að með tilkomu SAGA- CLASS væri í engu dregið úr þeirri þjónustu sem veitt er öðrum farþegum félagsins. Enn- fremur var minnt á aö hér væri ekki um að ræða fyrsta farrými sem mörg erlend flugfélög hafa tekið upp, heldur er hér um að ræða, þar sem mörg félög nefna „Business class“ farrými. Sæ- mundur Guðvinsson sagði að SAGA-CLASS farrýmið hafi mæst mjög vel fyrir hjá þeim farþegum félagsins sem ferðast á fullu fargjaldi, sem er verulega hærra en þau sérfargjöld og af- sláttarfargjöld sem félagið býöur fram. Auk áætlunarleiöa til og frá íslandi, eru miklir og vaxandi flutningar hjá Flugleiðum milli Glasgow og Kaupmannahafnar, en Flugleiöir eru eina félagiö sem heldur uppi beinu áætlunarflugi milli þessara borga. Stór hluti farþega á þessari leið ferðast á SAGA-CLASS og sömu sögu er aö segja af leiðnni milli Oslóar og Kaupmannahafnar sem Flugleið- ir fljúga. Við brottför hópsins frá Glasgow á dögunum var mönn- um visað til setustofu á flugvell- inum, sem er aðeins fyrir sér- staka farþega. Flugleiðir hafa gert samning um að SAGA- CLASS farþegar fá aðgang að þessari setustofu, sem er skemmtilega innréttuð. Þar geta farþega slappaö af. Fengið sér kaffi, te, bjór eða vínveitingar án endurgjalds, auk þess sem fyrir liggja dagblöö og timarit. 25

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.