Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1985, Page 27

Frjáls verslun - 01.04.1985, Page 27
TÖLVUR Móta þarf stefi 1U ■ og framfylgja f - rætt við Pál Jensson forstöðumann lenm Reiknistofu Háskólans SÍÐASTLIÐINN áratug hefur mikil breyting orðið í starfsemi fyrirtækja hér á landi sem ann- arsstaðar í heiminum og kemur þar til ört vaxandi tölvunotkun. Tölvurnar hafa leyst ýmis verk- efni hraöar og öruggar en maö- urinn og verið að því leytinu drjúgur “starfskraftur", en hins vegar hefur þurft og mun þurfa, um ófyrirséða framtíö, mann til þess að stjórna tölvunni. En sú upplýsingabylting sem nú á sér stað í heiminum með aukinni tölvunotkun og mun ekki hafa minni áhrif en iðnbyltingin forð- um, er geysilega hröð, svo hröð að vart festir auga á. Þróunin á þessu sviði er því sem næst svo ör að nýjasta tækni gærdagsins er úrelt í dag og hlægilega gam- aldags á morgun. Sem dæmi um þaö nýjasta sem er að koma fram um þessar mundir má nefna tölvupóst og skammt undan eru tölvubankar sem geta gjörbreytt viðskiptalífi á Vesturlöndum. Með aðstöð þeirra geta menn stundað við- skipti heiman úr stofu með að- stoð einkatölvunnar sem tengd yrði upplýsingabankanum. Þaö sem menn sjá fyrir sér í dag er raunar aðeins toppurinn af ís- jakanum, ef svo má að orði komast, þvi þróunin er svo hröð undanfarin ár að jafnvel djörf- ustu spádómar koma fyrr fram en spáö hafði veriö, enda þótt spámaðurinn í hverju tilviki hafi nánast verið ásakaður um draumarugl. 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.