Frjáls verslun - 01.04.1985, Qupperneq 34
TRYGGINGAR
Ný trygging Almennra trygginga:
Ein vátrygging fyrir alla
þætti atvinnurekstrar
Nýlega hófu Almennar Trygg-
ingar hf. sölu á nýrri vátrygg-
ingu, svokallaöri „Atvinnu-
rekstrartryggingu Almennra" ,
en í þessari vátryggingu eru
sameinaöar allar þær vátrygg-
ingar sem atvinnureksturinn
þarf á að halda.
í þessari vátryggingu eru
nokkrar nýjar vátryggingar sem
vátryggingarfélagið telur þörf á
í atvinnurekstri, en hafa veriö
óþekktar hér á landi fram til
þessa.
Atvinnurekstrartryggingin
skiptist í tvennt, kjarna sem i eru
fimm vátryggingar og viöbótar-
vernd, en þar geta menn valið um
allt aö sjö vátryggingar til viöbót-
ar þeim fimm sem i kjarnanum
eru. I kjarnanum eru þessar
vátryggingar: Brunatrygging,
þjófnaðartrygging og vatnstjóns-
trygging, en allar þessar vátrygg-
ingar eru endurbættar og veita
mun fyllri vernd en áöur. Þá er i
kjarnanum ný vátrygging, rekstr-
arstöðvunartrygging, og enn-
fremur er þar ábyrgðartrygging.
Utan kjarnans, í svokallaðri
viðbótarvernd, eru sjö vátrygg-
ingar sem menn geta valið eftir
þörfum viðkomandi atvinnu-
rekstrar. Þar eru slysatrygging
launþega, slysatrygging, húseig-
endatrygging og glertrygging, en
þessar vátryggingar eru þekktar.
Þá eru þar ennfremur þrjár nýjar
vátryggingar, en þaö eru kæli- og
frystivörutrygging, vélatrygging
og rafeindatrygging.
Til þess aö fá nánari upplýs-
ingar um þessa auknu vátrygg-
ingamöguleika atvinnurekstrar-
ins, ræddi Frjáls verslun við Þor-
varð Sæmundsson, hjá Almenn-
um Tryggingum og var Þorvarður
fyrst spurður að þvi um hvers
konar breytingu á vátryggingar-
möguleikum atvinnufyrirtækja
væri hér að ræöa.
Róttæk breyting
„Þetta er róttæk breyting I
vátryggingum hér á landi,“ sagði
Þorvarður. „Atvinnurekstrinum
hefur yfirleitt ekki staðið annað til
boða hingað til en að kaupa sinar
vátryggingar sem einstakar
vátryggingar meö mismunandi
gjalddögum. Hugmyndin að baki
þessari vátryggingu er sú að
safna saman á eitt vátryggingar-
skirteini öllum þeim vátrygging-
um sem atvinnureksturinn þarf á
aö halda og ennfremur að færa
vátryggingarverndina i það horf
sem nútima atvinnurekstur gerir
kröfu til."
Tvískipting
„Vátryggingin skiptist i kjarna,
en i honum eru þær vátryggingar
sem ekkert atvinnufyrirtæki getur
verið án og viðbótarvernd, en þar
stendur valið um sjö vátrygging-
ar, allt eftir tegund og stærð fyrir-
tækisins.
Það verður að segjast eins og
er, að sú þjónusta og jafnframt
sú vátryggingarvernd sem að is-
lensk vátryggingarfélög hafa
boðið upp á hefur veriö þrengri
34