Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1985, Síða 41

Frjáls verslun - 01.04.1985, Síða 41
Páll Bragi Kristjónsson er hér í versluninni viö Hverfisgötu, en þar hefur allt nýlega verið endur- nýjað. Bak við hann má sjá afgreiðsluborð og aðstööu sölumannanna vinstra megin. að sjálfsögðu sameiginleg ákvörðun okkar hjónanna, konan min studdi mig stórkostlega. En dæmið gekk upp? Já, það gekk upp, en ég heföi hins vegar aldrei lagt út i þetta, ef ég hefði áður reiknað allt ná- kvæmlega til enda. Viö áttum i upphafi fyrir tveggja til þriggja ára dvöl, en þar sem aðeins mátti yfirfæra íslenska peninga í smáum skömmtum brann sjóður- inn upp á fyrsta árinu i hinum miklu gengisfellingum, sem komu i kjölfar vinstri stjórnarinnar 1971-1974. Var þá gripið til annarra ráða? Þá fór konan út að vinna og ég sá um heimilið og las mest heima. Heimilisstörfin voru alveg ný reynsla fyrir mig og auðvitað voru vissir þættir sem ég réði ekki viö. Ég verð lika að játa, að ég hef verið ónýtur við heimilis- störfin eftir að heim kom. En þessi timi var þýðingarmikill fyrir mig, og vonandi börnin líka. En hvers vegna urðu Árósar fyrir valinu? Einfaldlega til þess að vera ekki i þjóðbraut. Auðvitað gat ég vel stundað nám hér heima, en til þess að rifa sig frá alls kyns fé- lagslegum tengslum og skyldum var hreinlegast aö hverfa af land- inu. Og til þess að vera viss um að geta stundað námið i nokkr- um friði urðu Árósar fyrir valinu en ekki t.d. Kaupmannahöfn. Þessi tími var fjölskyldunni mjög skemmtilegur. Við hjónin höfðum árin á undan unnið mikið, vorum að byggja og allt það, en segja má, að þarna hafi fjölskyldan kynnst á þann nýja hátt, sem reynst hefur okkur heilladrjúgur til þessa. Skapandi Hafa hin ólíku störf þin átt eitthvaö sameiginlegt? Þau hafa öll verið áhugaverð og skapandi hvert á sinn hátt. Hjá Almenna bókafélaginu var starf mitt þannig vaxið, að ég fylgdi sköpun bóka frá handritum til markaðarins - frá vöggu til grafar, ef svo má segja. Þarna lifði maöur i eins konar hringiöu menningar og stjórnmála. Sérstök persónuleg atvik verða síðan til þess, að ég sæki eftir að þjóna Hjálparstofnun kirkjunnar. Hún hafði starfað af mismiklum krafti árin á undan, en okkur tókst meö trausti fólks, að koma fastri skipan á starf henn- ar. Árin hjá kirkjunni voru ómet- anlegur reynslutími, sem ekki þarf aö hafa frekari orð um. Síðan fer ég i námið og þegar það er langt komið semur Ottó A. Michelsen viö mig um að koma til starfa hjá IBM á Islandi. Ég haföi kynnst Ottó i starfinu hjá Hjálp- arstofnun, en hann var þá í stjórn hennar. IBM hlúir vel að starfs- mönnum sinum og þar rikir mjög sterkt andrúmsloft, hreinlega sérstök heimspeki. Ég lærði margar grundvallarreglur hjá IBM, sem ég hef síðan notað við stjórnun. Eftir nokkurra ára störf hjá IBM fór ég til Hafskips, þar var gaman að vera. Hjá Hafskip er allsráö- andi opinn og djarfur hugsunar- háttur, og hafi ég ekki verið með 41

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.