Frjáls verslun - 01.04.1985, Qupperneq 43
sæmilega vel opna glugga fyrir,
þá galopnaðist allt þarna til
flestra átta. Ég er sannfærður
um, að þær nýju brautir, sem
Hafskip hefur troðið undanfarin
misseri i alþjóðlegu starfi, eiga
eftir að skipa veglegan sess i is-
lenskri atvinnusögu.
Og nú ertu aftur kominn i húsið
við Klapparstíginn sem þú hefur
áður starfað í við önnur verkefni.
-Já, Skrifstofuvélar tóku við
þessu húsnæði eftir að Biskups-
stofa flutti i Suðurgötuna. Hér á
fimmtu hæðinni erum við með
skrifstofuna, á annarri hæð eru
kerfisfræðingarnir, en á Hverfis-
götu 33 eru aðalstöðvarnar,
verslunin, sölumenn og þjón-
ustudeildin, sem reyndar er einn-
ig i fleiri húsum hér i kring. Fyrir-
tækið er því eiginlega dreift i
nokkrum húsum hér á horni
Klapparstigs og Hverfisgötu. Það
er hins vegar framtiðarmarkmið
að flytja allt undir sama þak.
Hvernig er að taka við
starfi í þessu fyrirtæki?
-Það leggst mjög vel í mig. Hér
starfa u.þ.b. 60 manns og mér
finnst það mikil áþyrgð að verða
oddamaður i þessum rekstri. Ég
legg áherslu á, að skapa þannig
skilyrði, að starfsfólkið sé stolt af
þvi að vinna hjá fyrirtækinu, að
það þannig geri sér far um að
PÁLL BRAGI KRISTJÓNSSON
forstjóri Skrifstofuvéla frá
l.april 1985.
MENNTUN:
Stúdent úr stærðfræðideild
Menntaskólans í Reykjavik
1964.
Lagði stund á nám í lögfræði
við Háskóla íslands 1965-1968.
Lauk prófi í viðskiptafræði frá
viðskiptaháskólanum í Árósum
árið 1978.
STARFSFERILL:
Fulltrúi framkvæmdastjóra
Almenna bókafélagsins
1967-1971. Framkvæmdastjóri
Hjálparstofnunar kirkjunnar
1972-1974. Starfsmaður i kerf-
isfræði- og söludeild IBM á ís-
landi 1978-1981. Deildarstjóri
skipulags- og hagdeildar Haf-
skips hf. 1981-1982. Fjármála-
stjóri félagsins 1982-1983.
Framkvæmdastjóri fjármála- og
rekstrarsviðs Hafskips hf. frá í
júní 1983.
Páll Bragi Kristjónsson er
fæddur í Reykjavík 7.febrúar
1944. Hann er kvæntur Stefaníu
I. Pétursdóttur og eiga þau 4
börn.
veita viðskiptavininum góða og
umfram allt trausta þjónustu,
sem er og verður aðalsmerki
Skrifstofuvéla h.f. Með þvi að
samhæfa vel alla þætti starfsins
vil ég gera mér far um að skapa
hér góöan vinnustað fyrir gott
starfsfólk.
Engar áætlanir
Hvernig liturðu á þina fyrri
vinnustaði, heldurðu sambandi
við fyrri starfsfélaga þina þar?
-Já, ég held góðum tengslum
við marga fyrri starfsfélaga og
meðal þeirra á ég marga bestu
vini mina.
Að lokum má kannski spyrja
um tilflutning manna i starfi. Hef-
ur þú áætlað þessi skipti þin mik-
ið fyrirfram og hvað segirðu um
þá sem kjósa að vinna alla
starfsævina hjá sama aðila?
-Nei, ég hef aldrei gert neinar
áætlanir, þetta hefur leitt hvað af
öðru að ég skipti um starf.
Stundum hefur auðvitað litið út
sem farið væri úr einu i annað, en
í heild hefur með árunum raðast
saman fjölbreyttari reynsla en
ella, starfslega og persónulega.
Ég held að þetta sé alltaf mis-
jafnt, sumum hentar vel að starfa
alltaf á sama stað, aðrir eru
reiðubúnir að flytja sig til og ég
tilheyri greinilega frekar þeim
hópi, vil þar að auki vera „gener-
alisti" en ekki sérfræðingur.
HEIMSINS MESIA ÚÍA/AL
AF ZOOM UÓSRÍRJNArVÉlUM
Minolta býöur stœrsta úrval ZOOM
Ijósritunarvéla sem völ er ó, enda ZOOM
tœknin þeirra eigin uppfinning. Meö
ZOOM bjóöast nœr ótakmarkaöir
minnkunar og stœkkunarmöguleikar.
ZOOM LJÓSRITUNARVÉLAR - HREIN TÖFRATÆKI
Minolta Ijösritunarvélarnar taka fró 15 til
50 eintök ö mín„ hafa allt aö 1500
eintaka pappírsforöa og eru allar meö
kyrrstœöu myndborði.
E
KJARAN
ÁRMÚLA 22 REYKJAVÍK SÍMI83022
MINOLTA
43