Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1985, Page 45

Frjáls verslun - 01.04.1985, Page 45
SAMTÍÐARMAÐUR „Samkeppnin í sælgætis- iðnaðinum er mjög mikill” Texti: Jóhannes Tómasson/Myndir: Jens Alexandersson. Nói-Síríus og Hreinn eru fyrir- tæki í Reykjavík, er standa á gömlum merg og framleiöa sæl- gæti, kerti og hreinlætisvörur. Starfsemin fer fram í reitnum, er afmarkast af Skúlagötu, Bar- ónsstíg og Hverfisgötu og hafa fyrirtækin þar sæmilega lóð, en húsakostur er þó oröinn of iítill og þröngur. Kristinn Björnsson, lögfræöinur, er framkvæmda- stjóri fyrirtækjanna og sem slík- ur hóf hann störf hjá þeim í árs- byrjun 1982. Hann er samtíöar- maður Frjálsrar verslunar aö þessu sinni, en áður en hann segir frá starfi sínu hjá Nóa- Síríus er hann spurður um feril sinn fram að því: „Ég lauk lagaprófi frá Há- skóla íslands voriö 1975 og starfaöi út þaö ár hjá borgar- verkfræðingi. Árið 1976 hófum viö Gestur Jónsson aö starfa saman sem lögfræöingar og síöar lögmenn, en viö erum skólabræöur úr Háskólanum. Síöar gekk þriöji skólabróöir- inn, Hallgrímur B. Geirsson til liös viö okkur. Viö Gestur feng- um fyrst inni hjá Fasteignaþjón- ustunni. Þar sáum viö um samn- ings- og afsalsgerö vegna fast- eignasölunnar, en fengum fyrir þaö aöstööu; húsnæði, síma og ritaraþjónustu. Jafnframt gátum viö sinnt almennum lögfræöi- störfum aö vild. Ragnar Tómas- son, sem þá var aöaleigandi Fasteignaþjónustunnar, var á þessum tíma á kafi í hesta- mennsku og viöskiptum og kaus því aö vera nokkuð frjáls ferða sinna. Ég held að báðum aðilum hafi þótt þetta fyrirk- omulag hentugt, og þetta var lærdómsrikur og skemmtilegur tími. Nokkru seinna fluttum viö okk- ur um set yfir til þáverandi „stór- lögmanna" Vesturgötu 17, sem var og er kannski enn í eigu Eyj- ólfs Konráös Jónssonar, Hjartar Torfasonar, Siguröar Hafstein og fleiri. Þar bættist Hallgrimur Geirsson i hópinn, en viö leigðum hjá Lögmönnum og vorum meö sameiginlegan rekstur meö þeim um tima. Siöan flytjum viö stofu okkar aö Suöurlandsbraut 4, og þar starfrækja félagar minir sinn praxis enn i dag.“ Lögmannsstarfið góður skóli Hvernig var aö starfa sem lög- maöur? „Þessi ár voru mjög skemmti- legur tími, samstarfiö eins og best verður á kosiö, og ég held því fram, aö lögmannsstarf sé góöur skóli. Sjálfsagt eru lög- menn misjafnir eins og aðrir, og stundum varö ég var viö aö lög- menn væru ekki litnir réttu auga. En mér fannst starfið áhugavekj- andi, ýmis mannleg vandamál, auðvitað misjafnlega skemmti- leg, en aö jafnaði áhugaverö glima. Þaö var þvi meö blendnum huga, sem ég yfirgaf þetta starf'. 45

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.