Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1985, Side 51

Frjáls verslun - 01.04.1985, Side 51
því þá nemur aukningin á sæl- gætisneyslunni um 400 tonnum. Framleiðsla innlendu fyrirtækj- anna stendur hins vegar þvi sem næst í stað, þannig að aukningin eröll í innflutningnum. Við Islend- ingar eigum ekki að sætta okkur við minna en 70% markaðshlut- deild. Nói-Sírius hefur aukið sölu sína i kilóum á undanförnum þremur árum um 35 - 40%. Við stöndum okkur þokkalega i sam- keppninni. Viö höfum hreinlega ekki annað eftirspurn í sumum tegundum. Þetta stendur til bóta og verður vonandi úr sögunni á þessu ári, þegar allar vélar verða komnar i gang. En erfiöast er að berjast við erlendu framleiðend- urna i verði. Gæðalega stöndum við þeim framar, ef eitthvað. En á síðasta ári hækkuðu t.d. afurðir kakóbaunarinnar, kakósmjör og kakómassi, i verði um 70%. Við hækkuðum okkar verð á siðasta ári um 25%. Og svo voru til menn, sem sögðu að afnám verðlagsákvæða myndi trylla ís- lenska framleiðendur! Erlendu framleiðendurnir eru ekki næst- um jafn viðkvæmir fyrir svona sveiflum, og geta þess vegna haldiö óbreyttu verði hér langtim- um saman, á meðan þeir reyna að mylja undirsig markaðinn." Þannig virðast stjórnvöld i þessu landi alltaf eiga við stóriðju og stóriðnað, þegar islenskur iðnaður ber á góma. Ég hefi ekk- ert á móti stóriðju, langt frá því, og geri mér fulla grein fyrir mikil- vægi hennar. En þá sjaldan, sem rikið reynir að örva íslenskan smáiönað, þá vill þvi miður oftar en ekki takast slysalega til, svo sem nýleg dæmi sanna. Hins vegar geta skömmtunarstjórar Alþingis alls óhræddir ákveðiö að eyóa 300 milljónum í Sjóefna- vinnslu i þessu kjördæmi, ef tryggt er, að greiðinn skuli endur- goldinn með svipaðri fjárfestingu i hinu kjördæminu. Siðan þegar i Ijós kemur, að fjárfestingin er vit- lausari en tali tekur, geta skyn- samir menn ekki fengið að draga i land með þeim rökum að betri sé hálfur skaði en allur. Á sama tima verða islensk iðnfyrirtæki, þar sem ríkiö á enga aðild, en styrkja vilja sig í samkeppni og koma á aukinni hagræðingu, að berjast fyrir lífi sinu meö kjafti og klóm og kreista hverja krónu úr fjárfestingalánasjóðum og bankastofnunum. Raforkuverð hér er margfalt hærra til iönfyrirtækja en t.d. á hinum Norðurlöndunum, þar sem raforkan er sums staðar fram- leidd með oliu. Hér eru að rísa verksmiðjur i rikiseign, þar sem stjórnendur beinlínis hafa i hót- unum, að fái þeir ekki orkuna á þessu og hinu verðinu, langt und- ir markaðsverði, þá munu þeir bara kaupa annan ofn, sem brennir oliu, þó hann kosti ein- hverjar milljónir i viðbót. Og þetta er sagt þó hinn sé kominn til landsins og biði uppsetningar. Það væri gaman aö sjá viðbrögð- in ef við smákallarnir byrjuðum að brúka okkur á þennan hátt. Ég er smeykur um að það kostaði okkur einn „gúmoren“ eða tvo. En við getum einnig litið á aðra hluti. Mér finnst það ekki eðlilegt, aö fyrirtæki, sem nýtur einokun- araðstöðu, og til skamms tima mikilla skattfriöinda og jafnvel skattleysis, skuli geta farið i samkeppni við almenn iðnfyrir- tæki. Tökum sem dæmi fyrirtæki, sem hefur einokun á kaupum, vinnslu og sölu mjólkurafurða. Er eðlilegt, aö það geti siðan sem aukabúgrein, hafið framleiðslu á is, brauðmeti alls konar og kök- um og djúsi? í framhaldi af þessu má einnig minna á óþolandi mismunun á innheimtu vörugjalda á milli ein- stakra framleiðslugreina. Þetta eru dæmi um ósanngjarna sam- keppni." Að lokum: Borðar þú mikið sælgæti? „Ég er óttalega svag fyrir öllu, sem veitir manni ánægju, þar á meðal sælgæti." Nýtt líf— tískublað BlaÖið sem bregst ekki — Áskriftarsími 82300 51

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.