Frjáls verslun - 01.04.1985, Qupperneq 55
banka hvaö stærðarhlutföll þeirra
innbyröist varðar. Nú skal ég
ekki dæma um þaö hvaöa banki
fer með sigur af hólmi, en þaö er
Ijóst aö viö allar svona breytingar
reynir mjög á frumkvæöi manna,
en islenskir bankar eru þekktir
fyrir flest annaö en frumkvæöi.
Þannig aö sumir hafa oröiö held-
ur á eftir í þessum slag, en aörir
munu vissulega auka sinn hlut,“
sagöi Pétur.
Stjórnlyndir stjórnmála-
menn
„Um framhaldiö er erfitt aö
segja. Islenskir stjórnmálamenn
eru mjög stjórnlyndir og þeir
munu vilja hafa afskipti af þvi
hvernir hlutirnir þróast. Þó er þaö
Ijóst aö ekki þýöir annað en
hækkun vaxta til þess aö byggja
upp innlendan sparnað og þaö
verður aö gera til þess aö greiða
niður erlendar skuldir. Þvi er um
baráttu aö ræöa á milli stjórn-
málamanna og nauðsynjarinnar
á þvi aö auka innlendan sparnaö.
Ef vextir munu veröa gefnir iviö
frjálsari þá tel ég aö ýmislegt
merkilegt fari aö gerast. Ýmsar
lánastofnanir munu reynast
óþarfar. Þetta er auðskilið, þvi ef
vextir eru frjálsir, þá geta menn
fengið peninga hvar sem er. Ef
vextir yröu gefnir frjálsir færu aö
gerast mjög merkilegir hlutir. Þá
færu völd stjórnmálamennanna i
gegnum lánastofnanir minnkandi
og þetta vita stjórnmálamennirnir
lika. Þess vegna halda þeir líka i
þetta kerfi. Auövitaö þarf góður
sjórnmálamaður ekki á þessu
kerfi aö halda, en þaö þurfa þeir
lélegu og þaö eru þeir sem halda
i kerfiö til aö halda sér viö völd.
Samkeppni bankanna mun ekki
skila neinum áþreifanlegri
árangri fyrr en vextirnir veröa
gefnir frjálsari i útlánum þeirra,“
sagöi Pétur Blöndal.
Samkeppnin rifið upp
áratugagamalt munstur
„Samkeppni bankanna hefur
leitt til þess út á viö aö fólk er
meira leitandi en áöur, meira
vakandi og ber meira saman.
Þaö má segja aö þaö spái meira í
hlutina en þaö áöur hefur gert.
Um leiö og þaö gerist fer fólk aö
sjá ýmsa aðra möguleika sem
voru ekki fyrir hendi áöur. Þetta
hefur leitt til þess aö markaður-
inn veröur virkari og viðskiptavin-
irnir munu i vaxandi mæli þyrpast
til þeirra sem standa sig betur og
eru duglegri viö aö skynja mark-
aðinn,“ sagöi Gunnar Helgi Hálf-
danarson hjá Fjárfestingarfélagi
Islands. “Samkeppni bankanna
hefur rifiö upp áratuga gamalt
munstur og fólk er farið aö líta
þannig á aö hlutirnir séu ekki
sjálfgefnir, eins og áöur var. Áöur
varö fólk aö eiga fasteign til
þess aö peningarnir brynnu ekki
upp, en nú er þaö ekki lengur
eina skjólið fyrir veröbólgunni. Nú
eru komin til aö mynda komin til
skjalanna veröbréf og er fólk aö
átta sig á þeim möguleikum og
þannig hefur veröskyn og sjálfs-
traust sparifjáreigenda aukist.
Inn á viö, hvaö bankana sjálfa
varöar, þá komum viö inn á sam-
keppnisfræöina og stefnumótum
bankanna. Nú fáum viö aö sjá i
fyrsta skipti, hversu mishæfir for-
ráöamenn bankanna eru og þaö
er í sjálfu sér litill vandi aö
stjórna banka sem er pólitískt
markaöur inn ákveöin sviö og
nýtur þeirra réttinda og verndar
sem af þvi hlýst og þegar ekki
þurfti aö keppa um sparifjáreig-
endur, þá var litill vandi að reka
banka. Nú getum viö hugsanlega
séö allt aöra stööu framundan
næstu árin. Þaö er vegna þess
að hin heföbundna atvinnu-
greinaskipting er aö riölast og
hiö pólitiska vald yfir fjármagni
þjóðarinnar mun ört dvina. Bank-
arnir veröa þá fremar sinnar eigin
gæfu smiöir. Þá þurfa bankarnir á
þvi aö halda sö skilgreina sinn
samkeppnisvettvang rétt,“ sagöi
Gunnar Helgi.
Skilgreining á
samkeppnisvettvangi
lífsspursmál fyrir minni
banka
„Bankarnir eru misstórir og
missterkir og þvi má sjá aö þeir
þurfa aö mismunandi samkeppn-
istækjum og þar meö höföa til
ólikra markaöa. Stærstu bank-
arnir sem hafa fjárhagslegan
styrk og dreifikerfi, geta látiö sér
til hugar koma aö höföa mjög
sterkt til alls markaöarins og
veita fullkomna þjónustu á flest-
um eöa öllum sviöum. En minni
bankar og sparisjööir þurfa sér-
staklega aö finna sitt sviö til aö
starfa á. Á þessu þurfa menn aö
Breii
Látið
amyrja 92f
tnuratöðinni
<
55