Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1985, Qupperneq 75

Frjáls verslun - 01.04.1985, Qupperneq 75
Að undanförnu hefur orðið töluverð breyting í stjórnunarháttum íslenskra fyrirtækja. Mun meira ber á þvi en áöur aðleitað sé að þeim sem kalla mætti „topp menn“ til þess aðsjá um rekstur og stjórnun meöalstórra og stórra fyrirtækja. Mjög mörg íslensk fyrirtæki eru þannig uppbyggð stjórnunarlega að einn eða í mesta lagi nokkrir menn hafa stofnað fyrirtækin og þau síðan vaxið meö þeim. Þessi stjórnunarháttur hefur haft bæði galla og kosti. Kostirnir eru fyrst og fremst þeir að stjórnendurnir hafa átt beinna persónulegra hagsmuna að gæta við rekstur fyrirtækjanna og þvi haft brennandi áhuga á að haga honum sem best og ná fram sem mestri hagkvæmni en gallarnir hafa líka á stundum verið næsta augljósir og óþarfi að fara um þá mörgum oröum. Ástæður þess að mörg íslensk fyrirtæki viröast nú hafa áhuga á að breyta stjórnunarhátt- um sínum eru ugglaust margar. Má þar nefna að eigendur fyrirtækja hafa í vaxandi mæli kynnst starfsháttum erlendra fyrirtækja og fylgst með rekstri og þróun með lestri sérrita um vióskiptamál en víða erlendis hefur það sem kallað er „leitin að hinum hæfasta" verið viðtek- inn háttur í stjórnun fyrirtækja og það gefið góða raun að fela hæfum einstaklingi sem allra mest völd viö stjórnun. Það er hins vegar áberandi hvað þessi leit er meiri hérlendis en áður á þessu ári og kann það að ráðast af því að rekstur margra fyrirtækja gekk verr á árinu 1984 en oft áður og það vegur einnig örugglega þungt að mjög örar tækniframfarir hafa orðið sem aftur hafa leitt til vaxandi samkeppni og meiri hörku á viðskiptasviðinu en áður var. Alit þetta veröur til þess að kröfur til stjórnenda fyrirtækja fara vaxandi. Þeir verða að fylgjast mjög vel með, vera viöbúnir að nýta sér þá möguleika sem nú tækni bíður upp á vera sívakandi fyrir þeim möguleikum sem bjóðast og kunna að forðast hættur sem jafnan eru við hvert fótmál. Það viröist hins vegar Ijóst að þeir eigendur fyrirtækja sem hafa verið að leita að „topp mönnum" til stjórnunar reka sig á það að framboðiö virðist ekki mikið, hver svo sem ástæö- an er. Sennilega ræður mestu að fólk sem er jafnvel bæði með góða menntun og þjálfun í stjórnunarstörfum treystir sér ekki til þess að takast á við stór verkefni sem krefjast mikillar ábyrgðar og álags. Stjórnun íslenskra fyrirtækja er sannarlega enginn dans á rósum og krefst gífurlegs starfs og árvekni. Það kann líka vel að vera að fólk sem leitað er að í stjórn- unarstööurnar geti ekki fengið laun sem eru í samræmi við aukiö álag og ábyrgð. Hér hefur verið ríkjandi launajöfnunarstefna sem út af fyrir sig getur verið ágæt en verður alls ekki til þess að menn fari að rífa sig upp úr rólegum og fastmótuöum störfum til þess að taka þátt í þeim „hasar“ sem stjórnunarstörfin eru. Það hefur lika haft sín áhrif að það andar stundum köldu til þeirra í fjölmiðlum ef launamál ber á góma og stöðugt er verið að búa til neikvæöa mynd af þeim og kjörum þeirra. í sambandi við launafyrirkomulag stjórnenda mætti vel huga aö því fyrirkomulagi sem tíðkast á Vesturlöndum, í Bandaríkjunum og ekki sist í mörgum Asíulöndum þar sem gífurleg áhersla er lögö á að velja fyrirtækjum hæfa stjórnendur. Þar er launakerfið oft þannig að þeir sem sjá um rekstur fyrirtækja hafa tvíþætt laun. Þeir hafa í fyrsta lagi föst laun og síðan þóknun fyrir árangur fyrirtækisins í rekstri. Slíkt kerfi er sagt gefa mjög góða raun og virkar mjög hvetjandi fyrir stjórnendurna sem hafa þá beina fjárhagslega hagsmuni af því að rekst- ur fyrirtækisins sé sem hagkvæmastur og gangi sem best. Væri vert að huga að slíku hér- lendis og hafa það sem leiöarljós að allir hafa hag af því að fyrirtækin séu sem best rekin en ekki aðeins eigendurnir eins ogvirðist vera ríkjandi skoðun hérlendis. Þaö eru ekki síður launþegar og þjóðfélagiö sem hefur hag af sterkum og vel reknum fyrirtækjum. 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.