Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Síða 5

Frjáls verslun - 01.02.1989, Síða 5
RITSTJÓRNARGREIN YFIRAÐSTOÐARAÐALFORSTJÓRI Frjáls verslun birtir að þessu sinni umfjöllun um þann glundroða sem ríkjandi er í notkun starfsheita hjá yfirmönnum í íslenskum fyrir- tækjum, stórum og smáum. Hvimleiður ruglingur viðgengst einkum í notkun starfsheita forstjóra og framkvæmda- stjóra. Svo virðist sem engar skynsamlegar regl- ur eða viðmiðanir séu til um notkun starfsheita hjá stjórnendum hér á landi. Þessu fylgir óþarfa ruglingur sem nauðsynlegt er að koma í veg fyrir. Nú er það auðvitað svo að titlar og starfsheiti eru ekki það sem mestu máli skipta heldur störf- in sjálf, innihald þeirra og umfang. En engu að síður er ómarkviss notkun starfsheita til vand- ræða og veldur ruglingi. Frjáls verslun leggur til að menn taki höndum saman um að koma á skynsamlegri skipan við notkun starfsheita í íslensku atvinnulífi. Stjórn- unarfélag Islands gæti verið kjörinn vettvangur til umræðna og ákvarðana í því efni. Hafa þyrfti samráð við Islenska málstöð sem starfar í tengslum við Háskóla íslands. SAMEINING FYRIRTÆKJA Því hefur verið spáð að árið 1989 geti orðið ár hinna miklu sameininga í íslensku viðskiptalífi. Um þessar mundir er mikil umræða um sam- einingu fyrirtækja hér á landi í stærri, hag- kvæmari og öflugri rekstrareiningar. Að undanförnu hefur komið til nokkurra sam- runa fyrirtækja sem vakið hafa mikla athygli og orðið hvatning til víðtækrar umræðu í mörgum fyrirtækjum um stöðu, stefnu og vænlegar lausnir. Frjáls verslun fjallar nú ítarlega um samruna fyrirtækja hér á landi frá ýmsum sjónarhornum. í þeirri umfjöllun kemur m.a. fram vísbending um að sex kunnir samrunar íslenskra fyrirtækja geti haft í för með sér 700 milljón króna kostnað- arsparnað á ári! Ljóst er að margs ber að gæta við sameiningu fyrirtækja því um er að ræða viðkvæmar og flóknar aðgerðir sem eiga ekki alls staðar við. En þegar á heildina er litið verður að segja að fyrirtæki á íslandi eru of mörg og of smá. Fækk- un og stækkun fyrirtækja í hagkvæmari og öfl- ugri rekstrareiningar á víða vel við í íslensku atvinnulífi. y/Víyt I | Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Helgi Magnússon — RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Valþór Hlöðversson — AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristrín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grímur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Frjálst framtak hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 82300, Auglýsingasími 31661 - RITSTJÓRN: Bfldshöfði 18, sími 685380 - STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson - AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson - FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir — ÁSKRIFTARVERÐ: 1.975 kr. (329 kr. á eintak) - LAUSASÖLUVERÐ: 399 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentstofa G. Benediktssonar — LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir 5

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.