Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.02.1989, Blaðsíða 5
RITSTJÓRNARGREIN YFIRAÐSTOÐARAÐALFORSTJÓRI Frjáls verslun birtir að þessu sinni umfjöllun um þann glundroða sem ríkjandi er í notkun starfsheita hjá yfirmönnum í íslenskum fyrir- tækjum, stórum og smáum. Hvimleiður ruglingur viðgengst einkum í notkun starfsheita forstjóra og framkvæmda- stjóra. Svo virðist sem engar skynsamlegar regl- ur eða viðmiðanir séu til um notkun starfsheita hjá stjórnendum hér á landi. Þessu fylgir óþarfa ruglingur sem nauðsynlegt er að koma í veg fyrir. Nú er það auðvitað svo að titlar og starfsheiti eru ekki það sem mestu máli skipta heldur störf- in sjálf, innihald þeirra og umfang. En engu að síður er ómarkviss notkun starfsheita til vand- ræða og veldur ruglingi. Frjáls verslun leggur til að menn taki höndum saman um að koma á skynsamlegri skipan við notkun starfsheita í íslensku atvinnulífi. Stjórn- unarfélag Islands gæti verið kjörinn vettvangur til umræðna og ákvarðana í því efni. Hafa þyrfti samráð við Islenska málstöð sem starfar í tengslum við Háskóla íslands. SAMEINING FYRIRTÆKJA Því hefur verið spáð að árið 1989 geti orðið ár hinna miklu sameininga í íslensku viðskiptalífi. Um þessar mundir er mikil umræða um sam- einingu fyrirtækja hér á landi í stærri, hag- kvæmari og öflugri rekstrareiningar. Að undanförnu hefur komið til nokkurra sam- runa fyrirtækja sem vakið hafa mikla athygli og orðið hvatning til víðtækrar umræðu í mörgum fyrirtækjum um stöðu, stefnu og vænlegar lausnir. Frjáls verslun fjallar nú ítarlega um samruna fyrirtækja hér á landi frá ýmsum sjónarhornum. í þeirri umfjöllun kemur m.a. fram vísbending um að sex kunnir samrunar íslenskra fyrirtækja geti haft í för með sér 700 milljón króna kostnað- arsparnað á ári! Ljóst er að margs ber að gæta við sameiningu fyrirtækja því um er að ræða viðkvæmar og flóknar aðgerðir sem eiga ekki alls staðar við. En þegar á heildina er litið verður að segja að fyrirtæki á íslandi eru of mörg og of smá. Fækk- un og stækkun fyrirtækja í hagkvæmari og öfl- ugri rekstrareiningar á víða vel við í íslensku atvinnulífi. y/Víyt I | Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Helgi Magnússon — RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Valþór Hlöðversson — AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristrín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grímur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Frjálst framtak hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 82300, Auglýsingasími 31661 - RITSTJÓRN: Bfldshöfði 18, sími 685380 - STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson - AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson - FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir — ÁSKRIFTARVERÐ: 1.975 kr. (329 kr. á eintak) - LAUSASÖLUVERÐ: 399 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentstofa G. Benediktssonar — LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.