Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Page 30

Frjáls verslun - 01.02.1989, Page 30
FERÐALÖG Átta ferðaskrifstofur standa fyrir sólar- landaferðum í leigu- flugi næsta sumar. segir Helgi Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri hjá Samvinnuferðum- Landsýn. „Þrátt fyrir allt krepputal erum við bjartsýn á svipað ár og í fyrra. í skoð- anakönnun frá í nóvember svöruðu 85% þeirra, sem höfðu ferðast á árinu 1988, því til að þeir ætluðu til útlanda aftur á árinu 1989. Það gefur tilefni til bjartsýni. Auk þess er ljóst að orlofs- ferðir til útlanda hafa færst mikið upp í þarfapýramída íslendinga þannig að stöðugt fjölgar í hópi þeirra sem gera sumarleyfisferðir til útlanda að ár- vissum atburði. Ég á von á sambæri- legu sumri og í fyrra en of snemmt er að spá um næsta haust og vetur. Markaðurinn í heild er svipaður og varla er að vænta mikilla breytinga". Helgi Jóhannsson sagði að rekstur síðasta árs hjá Samvinnuferðum- Landsýn væri jákvæður. „En ég hefði kosið að sjá mun betri afkomu miðað við umsvif fyrirtækisins og þá áhættu sem er í þessum rekstri. Ætla má að ferðaskrifstofurnar leggi sig mjög fram um að halda verðhækkunum niðri á sólarlandaferðum í ár. Þær munu taka á sig kostnaðarhækkanir innanlands og mæta þeim með aðhaldi í rekstri til að unnt verði að halda verði ferðanna niðri eins og kostur er“. Loks var Helgi Jóhannsson spurð- ur hvort hann skynji miklar breyting- ar ffamundan í orlofsferðum íslend- inga. „Nei. Það eru engar grundvallar- breytingar í sjónmáli. Ýmislegt hefur breyst. Það fjölgar sífellt þeim sem fara í hvíld, afslöppun og næði. Það sjáum við á þeim mikla fjölda sem velur sumarhúsin. Áður gengu orlofs- ferðir mun meira út á stuð og stemmningu. En íslendingar halda áfram að fara í sólina. Ekkert bendir til annars“. Anna Guðný Aradóttir: ÚTSÝN STENDUR VEL AÐ VÍGI Það vakti mikla athygli fyrir skömmu þegar Ferðaskrifstofan Út- sýn réði unga konu frá Flugleiðum í stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins. Hún heitir Anna Guðný Aradóttir og segir okkur að hjá Útsýn séu menn bjartsýnir á sumarið. „Við eigum von á svipuðum eða auknum ferðamanna- fjölda. Við erum hóflega bjartsýn, 1974 -15 ára -1989 Viðskiptaferðir um allan heim. s Odýrar íbúðir í London. Ferðaskrifstofan LAND og SAGA hf Laufásvegur 2,101 Reykjavík, sími 27144. 30

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.