Frjáls verslun - 01.02.1989, Síða 64
IÐNAÐUR
fyrirtækið aðgang að tilrauna- og þró-
unarverksmiðju EWOS ab. í Svíþjóð
og fiskeldisstöð fyrirtækisins í Noregi
þar sem hægt er að gera samanburð-
armælingar á einstökum fóðurteg-
undum. Ami upplýsir að á milli 2.5 og
3.0% af veltu EWOS hf. fari beint í
þróunarstarfsemi. Ástæðan fyrir því
hve margar tegundir af fóðri eru
framleiddar er sú að menn eiga að
geta valið fóður eftir aðstæðum
hverju sinni. Þannig er t.d. til ákveðin
fóðurtegund fyrir seiði, önnur fyrir
hrygningarfisk, sú þriðja fyrir sjúkan
fisk, sú fjórða fyrir fisk sem lifir við
erfið skilyrði s.s. kulda og svo mætti
lengi telja. Jafnan er reynt að eiga
a.m.k. tveggja til þriggja vikna birgðir
af helstu tegundunum en aðrar eru
framleiddar eftir pöntunum. í bráða-
tilfellum er hægt að flýta framleiðslu á
einstökum tegundum fyrir fasta við-
skiptavini og afgreiða fóðrið innan
nokkurra daga.
Aðeins er notað hágæðamjöl við
framleiðslu á fiskeldisfóðri hjá EWOS
hf. Um 75% af hráefninu eru íslenskar
fiskafurðir, aðallega loðnumjöl og
loðnulýsi en afganginn s.s. litarefni,
hveiti og vítamín þarf að flytja inn.
Fyrirtækið kaupir innlenda hráefnið
frá Fiskimjöli og lýsi hf. í Grindavík en
það er ein af fáum loðnubræðslum
hérlendis sem getur lághitaþurrkað
mjölið, sem síðan er ein forsendan
fyrir framleiðslu á hágæðamjöli. Að
auki eru gerðar strangar kröfur varð-
andi ferskleika loðnunnar sem notuð
er í mjölið og eftirlitsmaður frá EWOS
hf. fer oft á hverri vertíð og fylgist
með löndun og hita í þurrkurum.
— Það er ekki nóg að eiga góð
tæki. Mjölgæðin ráðast ekki síst af
ferskleika loðnunnar og þessu verða
sjómenn og aðrir að gera sér grein
fyrir. íslensku loðnubræðslurnar
voru alveg staðnaðar og það er ekki
fyrr en nú á allra síðustu árum að
menn virðast gera sér grein fyrir
þeirri miklu verðmætasköpun sem
hægt er að ná t.d. með gufuþurrkun á
loðnu í stað gömlu eldþurrkunarinnar
og ströngum kröfum um ferskleika,
segir Ámi en samkvæmt upplýsing-
um hans hefur íslenska hráefnið
reynst mjög vel í fiskafóður og hann
telur stöðu íslendinga sterka á þessu
sviði.
Birgðageymsla fyrirtækisins.
Héðan er fylgst með einstökum framleiðsluþáttum.
„STYRKUR OKKAR ER
LOÐNUVEIÐARNAR“
— Það tók að vísu drjúgan tíma að
sannfæra viðskiptavini okkar um
gæði íslenska loðnumjölsins, enda
var ísland ekki inni á kortinu sem hrá-
efnissali á þessu sviði. Styrkur okkar
er loðnuveiðarnar, enda hafa t.d.
loðnuveiðar Norðmanna hrunið og
Færeyingar þurfa að sækja langt til
þess að veiða loðnuna. Það er vissu-
lega ókostur að við þurfum að kaupa
75% af okkar hráefni á meðan á loðnu-
vertíðinni stendur, en við bíðum nú í
ofvæni eftir því að sfldarstofninn
stækki það mikið að sfld fari að veið-
ast í stórum stíl við suðurströndina á
sumrin. Þá myndi skapast hér grund-
völlur til þess að bræða sfld í miklum
mæli, segir Árni og leynir því ekki að
hann er ekki alls kostar ánægður með
það að þurfa að treysta svo mjög á
loðnuna, semraunbervitni. Rejmdar
segist hann forðast að hugsa um af-
leiðingar þess ef loðnustofninn hryndi
eins og dæmi eru um og sfldarstofn-
inn væri þá á sama tíma ekki orðinn
nægilega sterkur.
— Þá yrðum við að flytja inn hrá-
efnið og ég vil ekki hugsa þá hugsun til
enda, segir hann.
Árni segir að fiskeldi í heiminum