Frjáls verslun - 01.04.1989, Blaðsíða 12
FRETTIR
TVEIR NÝIR BJÓRSTAÐIR
Unnið er að því að inn-
rétta tvo nýja bjórstaði í
miðborg Reykjavíkur. f
kjallara Naustsins við
Vesturgötu á að koma
stór staður sem er á veg-
um sömu aðila og hafa nú
veitingarekstur Nausts-
ins með höndum.
í Hafnarstræti 5, þar
sem SS var áður með
verslun, er fyrirhugaður
annar stór bjórstaður á
jarðhæð og í kjallara. Sá
staður er sagður vera á
vegum Vilhjálms Svans
en það er enginn annar en
Herluf Clausen sem mun
vera maðurinn á bak við
allt saman. Þá herma
fregnir að Herluf hafi
keypt sig inn í fyrirtækið
K. Axelsson sem hefur
umboð fyrir Holstein-
FJARMALARAÐUNEYTIÐ OG NT:
RAÐUNEYTIÐ SAGÐIOSAH
Frjáls verslun vék í síð-
asta blaði að niðurfell-
ingu fjármálaráðuneytis-
ins á skattskuld Nútím-
ans að fjárhæð 2 milljónir
króna. En þessi niðurfell-
ing leiddi til þess að fram-
sóknarmenn gátu selt
hlutafélagið NT á 15-20
milljónir króna til
Verksmiðjunnar Vífil-
fells hf. (Kóka-Kóla) sem
sparar sér 70 milljónir
króna í skatta á þessu.
í viðtölum við dagblöð-
in hafa starfsmenn fjár-
málaráðuneytisins skýrt
frá því að niðurfelling
skattskulda NT hafi num-
ið þessum 2 milljónum.
En með því hafa þeir
blekkt fjölmiðlana.
Stöð 2 hefur upplýst að
einnig hafi verið felldur
niður launaskattur að
fjárhæð 2.5 milljónir
sem NT skuldaði ríkinu.
Embættismenn fjár-
málaráðuneytisins hafa
því sagt fjölmiðlum ósatt
um þessar miklu niður-
fellingar á sköttum Nú-
tímans fyrir Framsóknar-
flokkinn.
Það verður að teljast
mjög alvarlegt - eins og
reyndar allt þetta mál.
bjórinn. Ætlunin er að
selja Holstein-bjór á nýja
staðnum og einnig á Café
Óperu sem er í eigu Her-
lufs.
Það mun því ekki draga
úr samkeppninni um
bjórinn í miðborg Reykja-
víkur á næstunni.
Auk þessa munu ýmsir
hafa litið húsið á horni
Hverfisgötu og Ingólfs-
strætis hýru auga til nota
undir bjórkrá. Hús þetta
er beint á móti Lands-
bókasafninu og var í eigu
Avöxtunar. Fyrir þá sem
vilja fá húsið er því við
skiptaráðanda að eiga.
VISA LÆKKAR WÓNUSTUGJÖLD
Stjórn VISA ÍSLANDS -
GREIÐSLUMIÐLUNAR
HF. hefur ákveðið að
hæstu mörk þjónustu-
gjalda verði færð niður
um 0.25%
Lækkun þessi nær til
allra sérverslana og ann-
arra þjónustuaðila og tók
gildi 18. apríl sl. Þá eru
frekari lækkanir fyrir-
hugaðar, m.a. með til-
komu FARKORTS VISA, í
samvinnu við Félag ís-
lenskra ferðaskrifstofa.
Ábyrgðar- og þjónustu-
gjald sérverslana verður
nú 2-2,75%, en hjá mat-
vöruverslunum og stór-
mörkuðum 1-1,5%. Með-
alþjónustugjöld VISA eru
nú á bilinu 1.5% -1.7%
Korthafar greiða
kostnað af greiðslukort-
um í formi árgjalda og út-
skriftargjalda. Þau gjöld
hækkuðu hinn 1. apríl sl.
á bilinu 20-25%.