Frjáls verslun - 01.04.1989, Blaðsíða 21
| F0RSIÐUGREIN
um byggingum. Að auki er ljóst að
bókfært verð rekstrarfjármuna er
nokkru eða jafnvel mun lægra en
raunvirði þeirra og er því síst van-
áætlað að heildareignir launþega-
hreyfingarinnar séu á bilinu 6-8 millj-
arðar króna.
Skuldir verkalýðs- og stéttarfélaga
eru óverulegar og í langflestum tilfell-
um er einungis um að ræða ógreidda
reikninga vegna skrifstofurekstrar
ellegar þá bókhaldslegar skuldir í
þeim skilningi að sjóðir innan sama
félags skulda hver öðrum fé þegar
uppgjör fer fram. Ofangreindar eignir
geta því talist eigið fé
TEKJUR GJÖLD OG REKSTUR
Tekjur félaganna eru einkum af
innheimtum iðgjöldum í formi hlutfalls
af tekjum félagsmanna. Félögin
ákveða sjálf hlutfallið og til hvaða
launa iðgjöldin ná. Algengt hlutfall er
1-2% og færist í vöxt að það nái yfir öll
laun, en ekki einungis dagvinnukaup.
Iðgjöldin renna yfirleitt í þrjá sjóði
innanfélagsins: félagssjóð, orlofssjóð
og styrktar- eða sjúkrasjóð. Þó er
sjaldnast um að ræða sjúkra- eða
styrktarsjóði hjá félögum opinberra
starfsmanna vegna þeirra kjara sem
þeir njóta við veik-
indaforföll og önnur
áföll.
Stærstur hluti
tekna félaganna er
að jafnaði af styrkt-
ar- og sjúkrasjóðsið-
gjöldum, þ.e. um
35% heildartekna,
um 25% koma af fé-
lagssjóðsiðgjöldum
og um 15% af orlofs-
sjóðsiðgjöldum. Að
auki eru um 15-20%
tekna þeirra fjár-
munatekjur, þ.e.
vextir og verðbætur
af bankainnistæðum
og skuldabréfum,
arður af hlutafé o.fl.
Aðrar tekjur eru
t.d.
ur.
Að jafnaði eru
tekjur verkalýðs- og
stéttarfélaga um 20-
25 þúsund krónur á
félagsmann á ári
hverju. Þessi tala er í sumum tilfellum
margfalt hærri, en einnig lægri, eink-
um hjá félögum opinberra starfs-
manna. Ef miðað er
við ofangreinda upp-
hæð verða heildar-
tekjur launþegafé-
laga á þessu ári um
og yfir 2 milljarða
króna.
Útgjöld félaganna
eru einkum laun og
launatengd gjöld,
rekstrarkostnaður
skrifstofu, kostnað-
ur í sambandi við
fundahöld og útgáf-
ustarfsemi og gjöld
tengd rekstri orlofs-
heimila. Við þetta
bætast styrkveit-
ingar úr sjúkrasjóð-
um, sem eru mjög
mismunandi eftir fé-
lögum, svo og sér-
stök útgjöld á borð
við verkfaUsbætur.
Undantekningar-
laust er hagnaður af
rekstri verkalýðsfé-
laga, allt frá 10% upp
í 60% og algengast er að hann sé á
bilinu 20-40%.
Guðmundur J. Guðmundsson
formaður Dagsbrúnar er
launþegaforingi af gamla
húsaieigutekj- skólanum. Hann er ekki hrifinn
af forvitni fjölmiðla um fjárhag
verkalýðshreyfingarinnar og
vísaði blaðamanni Frjálsrar
verslunar á dyr.
FIMM EFNUÐUSTU VERKALÝÐSFÉLÖGIN
Eftir því sem Frjáls verslun kemst næst eru eftirfarandi fimm
launþegafélög fjársterkust:
Félag Bókfærðar eignir
(núvirði)
1. Verslunarmannafélag
Reykjavíkur.................. 406.053.000
2. Verkamannafélagið
Dagsbrún..... 244.310.000
3. Iðja, félag verksmiðju-
fólks ....................... 149.426.000
4. Félag bókagerðarmanna ... 101.149.000
5. Starfsmannafélagið Sókn ... 100.115.000
Samtals................... 1.001.053.000
LAUNÞEGAHREYFINGIN
Þegar rætt er um launafélög hér að
framan er átt við félög innan ASÍ,
BSRB og BHMR og auk þess nokkur
stór félög sem standa utan sambanda,
s.s. Kennarasamband íslands og
Samband íslenskra bankamanna.
Samtals eru í þessum félögum um
níutíu þúsund launfélagar.
Eins og áður greinir eru útreikn-
ingar Fijálsrar verslunar byggðir á
ársreikningum um tuttugu verkalýðs-
og stéttarfélaga. Samtals hafa þessi
félög rúmlega fimmtíu þúsund manns
innan sinna vébanda eða ríflega helm-
ing allra í hreyfingunni.
Upplýsingum um fjárhagsstöðu
verkalýðshreyfingarinnar er hvergi
haldið saman á skipulegan hátt.
Hvorki ASÍ, BSRB, landssambönd né
svæðasambönd safna saman árs-
reikningum félaga eða vinna úr þeim.
Þeirra er því einungis að leita hjá ein-
stökum félögum.
Óhætt er að segja að launþegafor-
ingjar hafi brugðist misjafnlega við
beiðnum Frjálsrar verslunar varðandi
21