Frjáls verslun - 01.04.1989, Side 108
ATVINNUHÚSNÆÐI
byggingu sem skömmu áður stóð auð
og yfirgefin.
Því miður höfum við ekki handbær-
ar tölur um autt atvinnuhúsnæði en á
höfuðborgarsvæðinu er það senni-
lega ekki meira en sem nemur 1-2% af
heildinni.
ÓNUMIN LÖND í REYKJAVÍK
Búast má við að á næstu árum
verði langmest byggt af atvinnuhús-
næði í Reykjavík ef litið er til byggð-
anna á suðvesturhomi landsins.
Tvennt mun eiga sér stað hvað varð-
ar atvinnuhúsnæði í Reykjavík: Ný
hús munu spretta upp í eldri bæjar-
hlutum og ónumin lönd verða tekin í
notkun í útjaðri núverandi byggðar.
Aðalskipulag Reykjavíkur 1984-
2004 gerir ráð fyrir að á næstu 20
árum muni atvinnuhúsnæði í borginni
aukast um 25-38% og að líklega verði
4/5 aukningarinnar á núverandi at-
hafnasvæðum. Búist er við að Ár-
túnshöfði, Borgarmýri og Smálönd
verði nær fullbyggð 1994 og að tals-
verð uppbygging verði að auki á minni
svæðum, s.s. á Háskólasvæði, íSkip-
holti, Lágmúla, við Borgartún og í
Skeifunni.
í aðalskipulaginu er gert ráð fyrir
að um 110 hektarar af nýjum athafna-
svæðum verði að einhverju leyti
byggðir fram til ársins 2004. Þessi
svæði eru í Geldinganesi, Gufunesi, á
Borgarholti, Keldnaholti, Grafar-
holti, í Smálöndum og Hádegismóum.
Ef þessar spár ná fram að ganga er
ljóst að nýbyggingar atvinnuhúsnæð-
is í borginni munu færast mjög í út-
jaðra höfuðborgarsvæðisins og kann
það að hafa sín áhrif á eftispurn eftir
lóðum. Höfuðborgarsvæðið allt er ein
efnahagsleg heild og margt sem
bendir til þess að grófiðnaður og ann-
ar iðnaður sæki í útjaðra en verslun
og þjónusta verði miðsæknari.
MIÐSVÆÐIÐ EFTIRSÓTT
Kópavogskaupstaður hefur innan
sinna vébanda allstórt land fyrir at-
vinnustarfsemi og er það þeim kost-
um búið að vera því sem næst í miðju
höfuðborgarsvæðisins en jafnframt í
góðum tengslum við öflugar sam-
gönguæðar. Um er að ræða tvö meg-
insvæði: Annars vegar í Smára-
hvammi þar sem byggðir verða um
100.000 fermetrar og hins vegar í
Fífuhvammi þar sem hægt er að
byggja a.m.k. 200.000 fermetra af at-
vinnuhúsnæði.
Milli þessara svæða liggur Reykja-
nesbrautin, nýr samgönguás höfuð-
borgarsvæðisins, er liggur frá Suður-
nesjum, um Hafnarfjörð, gegnum
Garðabæ og Kópavog upp að Korp-
úlfsstöðum og gegnum Mosfellsbæ.
í Smárahvammslandi hefur verið
bryddað upp á nýjung varðandi skipu-
lag og umsjón framkvæmda. Fjögur
fyrirtæki, Frjálst framtak, Hagkaup,
BYKO og Toyota umboðið keyptu
þar á síðasta ári yfir 30 hektara lands
og hefur það nú verið markaðssett.
Stærstur hluti þess verður fyrir
verslanir og skrifstofur og eru fram-
kvæmdir á vegum Frjáls framtaks
þegar hafnar. Fyrsta húsið á svæðinu
verður fokhelt vorið 1990 en ætlunin
er að reisa þar um 50.000 fermetra á
næstu 6 árum sem verða til sölu á
almennum markaði. Að auki er það
ætlun fyrrgreindu fyrirtækjanna að
reisa þar höfuðstöðvar fyrir starfsemi
sína.
Það sem telst til nýmæla varðandi
land Frjáls framtaks er að öllum
gatnaframkvæmdum á svæðinu verð-
ur lokið árið 1990, en þá á að vera búið
að leggja holræsi, malbika götur,
koma upp lýsingu og ganga frá þeim
lóðum sem til ráðstöfunar verða.
Þannig verður svæðið allt markaðs-
sett og byggingar afhentar fullfrá-
gengnar að utan, bílastæði malbikuð
og gróðri komið fyrir.
Hvað Fífuhvammsland varðar
munu úrslit úr skipulagssamkeppni
um 184 hektara svæðis liggja fyrir 11.
maí í vor og þar er eins og áður sagði
gert ráð fyrir um 200.000 fermetrum
af fjölþættu atvinnuhúsnæði.
Þetta framboð í Kópavogi virðist
mikið en þó samavarar það aðeins eft-
irspurn 2-3ja ára á höfuðborgarsvæð-
inu. Ef þessi lönd byggjast upp á
næstu 10 árum mundu þau anna rúm-
lega 20% heildarþarfar á svæðinu
öllu.
Loks er það útvörður höfuðborgar-
svæðisins í suðri, Hafnarfjörður. Þar
er gnótt byggingarlanda fyrir atvinnu-
starfsemi og er ekki ósennilegt að á
næstu öld verði stærsta iðnaðar-
svæði landsins innan bæjarmarkanna.
Athafnasvæði Hafnfirðinga við
Kaplakrika er senn fullbyggt og um
6ZZ»»-16 UUJJ* löOABdox *s jnBjqsuonjeBjoa JHUJBQ
6UBS 'USriB| PIQ1UI3
bso| qb 10 B6a|n|6ej ubqis luniæiu 6c
BBUJS 60 BJOfS 'BUJBÖdJOS JBCj UjnUB| Q|A
QBd|B(lj Q|A Ujni06 Bc|
ijac| e(m iism 1 \\\e jg
eisnuoícjjeunsmajH
— jnuieQ
108