Frjáls verslun - 01.04.1989, Blaðsíða 44
INNRETTINGAR
ruslafata með loki opnast þegar hurð
er opnuð. 50 sm breiður flöskurekki
er í innréttingunni svo og 30 sm breið
hilla fyrir matreiðslubækur eða þ.h.
Sjö efri skápar eru í innréttingunni og
eru þeir allir með tveimur hillum, þ.e.
þremur hólfum. Gert er ráð fyrir 19
höldum en hver og einn getur valið
sér höldur að vild.
Innrétting sem þessi kostar
325.000 kr. en uppsetningin kostar
um 20.000 kr. Afgreiðslufresturinn
er sex vikur en Alno-innréttingamar
koma allar samsettar til landsins.
Tréborg í Hafnarfirði framleiðir og selur innréttingar úr ýmsum viðarteg-
undum en einnig úr plasti.
ALNO—ELDHÚS
Alno-eldhús að Grensásvegi hefur
selt vestur-þýskar eldhúsinnrétting-
ar hér á landi í átta ár. Fyrirtækið
Alno er með þeim elstu og reyndustu
í faginu í Evrópu en þeir hafa verið að
framleiða og hanna eldhúsinnrétting-
ar í 60 ár. Mikið og gott úrval er af
eldhúsinnréttingum hjá Alno, bæði
hvað varðar gerðir og liti, og útlits-
lega er hægt að velja um 60 mismun-
andi tegundir.
Sú innrétting sem hér varð fyrir
valinu er úr sérstöku harðplastefni. í
öllum hurðum er 19 mm þykkt harð-
plast en allar sýnilegar hliðar á skáp-
um eru úr harðplasti eða spónlagðar.
Þessi innrétting er með 4 sm þykkri
borðplötu úr mjög hitaþolnu harð-
plastefni sem þolir allt að 180 gráður.
Ljósalisti er undir öllum efri skápum
og hillum en skrautlisti úr lökkuðum
við er yfir öllum efri skápum. Gert er
ráð fyrir sjö skúffum, misdjúpum en
þrjár þeirra eru mjög djúpar. Allar
skúffur og útdregnar einingar eru
með jámbrautarteinum og kúluleg-
um. „Innlegg“ er í hnífaparaskúffu en
allar skúffur em úr sérstaklega hertu
plasti. Hringhomaskápur er í innrétt-
ingunni með tveimur ekjum. 13 lítra
TRÉB0RG
Tréborg við Reykjavíkurveg í
Hafnarfirði framleiðir eldhúsinnrétt-
ingar í öllum hugsanlegum viðarteg-
undum svo og úr plasti.
Sú eldhúsinnrétting sem var valin
er úr innbrenndu plastefni sem er
með mjög sterkri plasthúð. Allir fletir
eru hvítir en allar sjáanlegar hliðar og
listar eru gráleit. Borðplatan er 28
mm þykk úr hitaþolnu efni svo setja
má beint á hana heita potta og pönn-
ur. í innréttingunni em sex efriskáp-
ar, einn kústaskápur með tveimur
hurðum, einn skápur yfir ísskáp og
yfir eldavél er annað hvort kryddhilla
eða skápur með hurð. Einn skúffu-
rekkur er í neðri hluta innréttingar-
innar með fimm skúffum og annar
rekki með þremur skúffum. Fólk get-
ur valið á milli þess að hafa renniskúff-
ur eða renniillur í neðri skápum. Allar
hliðar á skúffunum eru úr málmi en
botninn er úr 12 mm þykku hvítu
plastefni. Skúffur em á stálrenni-
braut. Allar höldur eru úr málmi en á
þessa innréttingu fara 20 höldur. Við-
skiptavinurinn getur valið milli hring-
ekju eða hálfinána í hornskáp og í
þessa innréttingu var valið að hafa
hálfmána í báðum homskápum.
Þegar fólk velur sér innréttingu úr
öðru efni, t.d. úr masontplötum eða
þ.h. þá er hægt að fá mynstur í hurð-
irnar eða láta setja gler í þær og kost-
ar slíkt um 20% meira.
Innrétting sem þessi kostar
149.450 kr. en uppsetningin kostar
um 20.000 kr. Engin innrétting sem
til greina kom í þetta tiltekna eldhús
kostar yfir 200.000 kr. hjá Tréborg.
Afgreiðslufrestur er um átta vikur.
imálningX
Veldu
Steinvara
2000
gegn
steypu-
skemmdum
má/ningf
44