Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1989, Side 114

Frjáls verslun - 01.04.1989, Side 114
BREF FRA UTGEFANDA „FJÁRMAGNSEIG- ENDURNIR" Enn einu sinni er tekist á um kaup og kjör á vinnumarkaðnum á Islandi. Enn einu sinni eru verkföll skollin á sem ekki sér fyrir endann á og enn einu sinni koma fulltrúar launþega og vinnuveitenda fram fyrir alþjóð með sömu sög- una og sögð hefur verið í áravís. Meðan leikið er á þá hörpu heldur íslenskt efnahags- og at- vinnulíf áfram að brenna. Það logar víða glatt en annars staðar eru rústir einar eftir nú þegar. Hver svo sem niðurstaða kjarasamninga verð- ur er ljóst að engin stefnubreyting í þá átt að taka af alvöru á meinsemdum íslensks efna- hagskerfis er framundan. Við munum steyta á sömu skerjunum og við höfum verið að stranda á aftur og aftur á undanförnum áratugum — skerjum sem við höfum reyndar búið til sjálf meira eða minna. Sú undirstaða sem íslenskt efnahagslíf hvílir á er mjög einhæf og sveiflukennd. Utflutnings- framleiðsla okkar er að langmestu leyti byggð á fiskveiðum og fiskvinnslu og minnstu hreyfing- ar á því sviði virka fljótt í gegnum allt efnahags- kerfið. Oft hefur verið rætt um nauðsyn þess „að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið,“ eins og það heitir á máli stjórnmálamanna en því miður hefur minna orðið úr framkvæmdum. Kannski eru möguleikar okkar ekki miklir þegar allt kemur til alls. En meðan við búum við núverandi ástand megum við ekki missa sjónar á því hver undirstaðan er í raun og veru. Það þýðir ekki að byggja hærra hús en undir- staðan leyfir en það er einmitt það sem við höfum verið að gera undanfarna áratugi. Við höfum komið okkur upp kerfi sem virðist sífellt bólgna og tútna út og breytir engu þótt allar stjórnir hafi það sem eitt af meginmarkmiðum sínum að sporna þar við fótum. Kerfið hefur sogað til sín fjármagn frá hinu frjálsa atvinnu- lífi og afleiðingarnar eru núna að koma berlega í ljós. En það er ekki bara hið opinbera sem býr til kerfi og elur þau. Kerfin virðast einhvern veg- inn skapast af sjálfu sér. Það má m.a. sjá af umfjöllun Frjálsrar verslunar nú um eignir verkalýðshreyfingarinnar en jafnvel meðalstór stéttarfélög hafa yfir meira eigin fé að ráða en stór íslensk atvinnufyrirtæki. Að undanförnu hefur forystumönnum verkalýðshreyfingarinn- ar og stjórnmálamönnum orðið tíðrætt um hina svokölluðu „fjármagnseigendur“ sem eiga að hafa búið til gráan fjármagnsmarkað og eiga að vera aðaluppspretta meinsemda í efnahags- kerfinu. Það er stundum holt að líta sér nær. Það skyldi þó aldrei vera að það sé einmitt laun- þegahreyfingin sem er helsti fjármagnseigand- inn á íslandi? í þeim kjarasamningum sem nú eru framund- an verður örugglega hart tekist á um skiptingu köku sem í raun og veru er ekki til. Kaupmáttur launa hefur rýrnað á Islandi að undanförnu í takt við þá skerðingu sem orðið hefur á útflutn- ingi okkar og kostnaðarhækkunum innan- lands. Gæti það nú ekki komið launþegum til góða að félög þeirra gæfu eitthvað eftir af því sem þau taka til sín og færðu þær tekjur til fólksins? Einhvern veginn finnst manni að þar séu peningarnir betur komnir en í sjóðum eða sumarhúsum. 114 J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.