Frjáls verslun - 01.04.1989, Blaðsíða 104
ATVINNUHÚSNÆÐI
Ofan við Gufunes í Reykjavík er verið að undirbúa næsta athafnahverfi
innan borgarmarkanna.
Vissulega úreldist nokkuð af at-
vinnuhúsnæði á ári hverju en nýbygg-
ingar eru mun meiri en sem því nem-
ur. Atvinnuhúsnæði á hvem íbúa hef-
ur því farið vaxandi síðustu áratugi og
má raunar tala um byltingu í þeim
efnum. Stefán Ingólfsson verkfræð-
ingur hefur reiknað út að í árslok 1987
hafi t.d. verið um 14 rúmmetrar af
verslunarhúsnæði á hvern einasta
íbúa á höfuðborgarsvæðinu!
Eins og áður sagði hafa sveitar-
félögin reynt að tryggja sem best
framboð á lóðum fyrir atvinnustarf-
semi því öflug fyrirtæki skapa tekjur
fyrir sveitarsjóði og efla allt mannlíf í
byggðunum. A árunum eftir 1980 hafa
um 75% allra bygginga atvinnuhús-
næðis verið í Reykjavík. í Hafnarfirði
hafa verið um 8% framkvæmda, svip-
að hlutfall í Kópavogi, um 4% í Garða-
bæ, 3% í Mosfellsbæ og um 2% á
Seltjarnarnesi.
Á 7 fyrstu árum þessa áratugar
voru byggðar um 4 miljónir rúmmetra
af atvinnuhúsnæði á höfuðborgar-
svæðinu. Fjórðungur þeirra bygginga
var fyrir iðnað, 15.5% fyrir vöru-
geymslur, 14.8% fyrir skrifstofur,
17.3% fyrir verslanir og 27.5% fyrir
ýmsa opinbera starfsemi, skemmti-
staði, skóla, sjúkrahús, hótel, banka
o.fl.
RÍKIR 0FFRAMB0Ð í DAG?
Þeirri spumingu er eríitt að svara
með viðhlítandi hætti. Vissulega má
segja að á ákveðnum svæðum ríki of-
framboð en á hinn bóginn er þar oft
um að ræða húsnæði sem ekki hentar
fyrir atvinnustarfsemi og því stendur
það um tíma autt og bíður þess að
verða nýtt til annarra hluta. Mörg
dæmi eru um þetta, t.d. húsnæði í
miðborg Reykjavíkur. Þar er mikill
skortur á bflastæðum, lóðir eru
ER LOFTRÆSIOG KÆLIKERFIÐILAGI
MEÐAL VERKEFNA Smíði og uppsetning á stjórnbún- aði fyrir loftræsi og kælikerfið. Viðhald og eftirlit með loftræsi og kælikerfum. Úttekt á nýjum loftræsi og kælikerf- um. Smíði á stjórnbúnaði fyrir iðnaðinn. Skilar fjárfesting þín í loftræsi og kælikerfum sér í betra og þægilegra umhverfi, fyrir starfsfólk og vélbúnað. Sóar loftræsi og kælikerfið fjármunum þínum í óþarfa orkukaup, vegna vanstillingar og skorts á viðhaldi? Hafðu samband við okkur og við stillum og lagfærum loftræsi og kælikerf- ið.
Hitastýring hf Þverholti 15a — Símar 623366 — 29525
104