Frjáls verslun - 01.04.1989, Blaðsíða 53
lagi er það krosshmt parket en það
eru fulllökkuð borð í stærðunum
13x183 sm og 20x243 sm. Heildar-
þykktin er 15 mm en slitlagið sjálft er
4 mm. Um 80-85% kaupenda velja
þetta parket sem kostar frá 2500 kr.
upp í 3500 kr. fermetrinn. Verðið fer
eftir viðartegund og gerð parketsins -
eikin er ódýrust en panga-panga,
reykt eik og aðrar dökkar viðarteg-
undir eru dýrastar.
í öðru lagi er í boði massívt parket
frá Junkers í Danmörku. Það er til í 12
og 22 mm þykktum og er mest tekið
af beyki. Þetta er sterkt og þohð
parket sem kostar frá 2900 kr. og upp
í 4000 kr. fermetrinn.
Stafaparket fæst frá þremur lönd-
um, Svíþjóð, Þýskalandi og Dan-
mörku en þetta er hið gamla hefð-
bundna parket sem lagt er beint á
gólfið, hver stafur fyrir sig. Stafa-
parketið fæst í 17 og 22 mm þykktum
og er um að ræða margar viðarteg-
undir en mest er tekið af eik, beyki,
birki og merbau. Stafaparketið er
alltaf ólakkað og óslípað og kostar frá
1800 kr. og upp í 5000 kr. fermetrinn.
í fjórða lagi er um að ræða mósaík-
parket í 8 og 10 mm þykktum. Þetta
eru mottur sem límdar eru í heilu lagi
á gólf. Þetta parket er til bæði lakkað
og ólakkað en mest er tekið af sviss-
nesku og þýsku mósaík-parketi. Að
vanda er það eikin sem er vinsælust
en einnig er mikið keypt af aski, beyki
og merbau. Verðið er frá 1700 kr. og
upp í 2400 kr. fermetrinn.
Burstafell.
Kópal
Dýrótex er
útimálning
sem
dugar vel
málning'f
Egill Árnason.
Að sögn Birgis er þó nokkuð keypt
af graníti á gólf; í forstofur, baðher-
bergi og á minni fleti. T0 eru tíu mis-
munandi htir, allt frá ljósgráu upp í
rautt. Þetta eru flísar í stærðunum
30x30 sm sem kosta frá 4800 kr. upp í
9000 kr. hver fermetri.
Þetta er ódýrasta parketið en það er
bæði dýrt að leggja það og lakka og er
því nauðsynlegt að fá fagmann til
verksins. Þetta parket er ekki til á
lager en hægt er að fá það pantað.
Næsti verðflokkur er slípað og
lakkað massívt parket en þriðji og
BURSTAFELL
Verslunin Burstafell, Bíldshöfða
14, selur bæði parket og flísar að sögn
Þórðar Júlíussonar eiganda verslun-
arinnar. Parketið kemur frá sviss-
neska fyrirtækinu Bauwerk. Til eru
þrenns konar parket; gegnumheilt
(massívt) parket, óunnið og ólakkað.
53