Frjáls verslun - 01.04.1989, Side 112
FLUTNINGAR
FLYING TIGER:
BEIN LÍNA TIL JAPAN
- RAöTT VIÐ GUÐMUND ÞORMÓÐSSON FRAMKVÆMDASTJÓRA FLUGFAX HF.
Guðmundur Þormóðsson framkvæmdastjóri Flugfax hf.
Bandaríska flugfélagið Flying
Tigers hefur haldið uppi reglu-
bundnu fraktflugi til og frá Is-
landi frá síðustu áramótum. Fly-
ing Tigers hefur komið hér við á
hverju þriðjudagskvöldi á leið
sinni frá Evrópu til Japan og tek-
ið ferskan fisk sem komið er á
markað í Tokyo innan sólar-
hrings. Fyrst í stað voru þessar
sendingar 2 tonn á viku en eru
nú komnar upp í 15 tonn á hverj-
um þriðjudegi. Þar munar mest
um laxinn. Eftirspurn eftir hon-
um er það mikil um þessar
mundir að til athugunar er að
fjölga ferðum í tvær á viku.
Flugfax hf. er umboðsaðili fyrir
Flying Tigers á íslandi. Guðmundur
Þormóðsson er framkvæmdastjóri
fyrirtækisins. Frjáls verslun hitti
hann að máli. Við báðum Guðmund að
segja okkur frá aðdragandanum að
þessu fraktflugi Flying Tigers.
„Vorið 1988 könnuðum við nokkrir
aðilar möguleika á því að semja um
leiguflug til útflutnings á hrossum og
fiskafurðum. Af því varð svo í maí
1988. Við höfðum áhuga á að fá Flying
Tigers til að millilenda hér á landi og
koma á viðskiptum í tengslum við
það. Málin þróuðust síðan í jákvæða
átt og Flugfax hf. var stofnað í nóv-
ember sl. til að sinna þessum verk-
efnum. Samgönguráðherra veitti leyfi
sem gildir til fraktflugs út árið 1989 til
og frá Evrópu og út árið 1990 til og frá
Asíu.
Helstu hluthafar eru Jónar sf.,
Samson Transport í Danmörku, Fé-
lag hrossabænda, Olís hf., Jöklar hf.,
Humall, ég og fyrirtæki á mínum veg-
um, auk fleiri einstaklinga og fyrir-
tækja. Stjórnina skipa: Séra Halldór
Gunnarsson í Holti frá Félagi hrossa-
bænda, Peder Thuesen frá Samson
Transport, Birgir Ómar Haraldsson
frá Jöklum hf., Hallgrímur Jónasson
frá Olís hf., Úlfar Hinriksson frá
B.J.Trading, Guðmundur Halldórs-
son frá Jónum sf., Bjarni Bæringsson
frá Humli, Jón Gunnlaugsson frá
Gagnaveri og Bragi Kristiansen raf-
verktaki."
Fram kemur hjá Guðmundi að
starfsmenn Flugfax hf. eru nú 6 tals-
ins, þar af einn frá Samson Transport
í Danmörku, en með aðild Dananna að
Flugfax hf. nást margháttuð við-
skiptasambönd sem eru fyrirtækinu
einkar mikilvæg fyrst í stað á meðan
TEXTI: HELGI MAGNÚSSON MYNDIR: GUNNAR GUNNARSSON
112