Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1989, Page 112

Frjáls verslun - 01.04.1989, Page 112
FLUTNINGAR FLYING TIGER: BEIN LÍNA TIL JAPAN - RAöTT VIÐ GUÐMUND ÞORMÓÐSSON FRAMKVÆMDASTJÓRA FLUGFAX HF. Guðmundur Þormóðsson framkvæmdastjóri Flugfax hf. Bandaríska flugfélagið Flying Tigers hefur haldið uppi reglu- bundnu fraktflugi til og frá Is- landi frá síðustu áramótum. Fly- ing Tigers hefur komið hér við á hverju þriðjudagskvöldi á leið sinni frá Evrópu til Japan og tek- ið ferskan fisk sem komið er á markað í Tokyo innan sólar- hrings. Fyrst í stað voru þessar sendingar 2 tonn á viku en eru nú komnar upp í 15 tonn á hverj- um þriðjudegi. Þar munar mest um laxinn. Eftirspurn eftir hon- um er það mikil um þessar mundir að til athugunar er að fjölga ferðum í tvær á viku. Flugfax hf. er umboðsaðili fyrir Flying Tigers á íslandi. Guðmundur Þormóðsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Frjáls verslun hitti hann að máli. Við báðum Guðmund að segja okkur frá aðdragandanum að þessu fraktflugi Flying Tigers. „Vorið 1988 könnuðum við nokkrir aðilar möguleika á því að semja um leiguflug til útflutnings á hrossum og fiskafurðum. Af því varð svo í maí 1988. Við höfðum áhuga á að fá Flying Tigers til að millilenda hér á landi og koma á viðskiptum í tengslum við það. Málin þróuðust síðan í jákvæða átt og Flugfax hf. var stofnað í nóv- ember sl. til að sinna þessum verk- efnum. Samgönguráðherra veitti leyfi sem gildir til fraktflugs út árið 1989 til og frá Evrópu og út árið 1990 til og frá Asíu. Helstu hluthafar eru Jónar sf., Samson Transport í Danmörku, Fé- lag hrossabænda, Olís hf., Jöklar hf., Humall, ég og fyrirtæki á mínum veg- um, auk fleiri einstaklinga og fyrir- tækja. Stjórnina skipa: Séra Halldór Gunnarsson í Holti frá Félagi hrossa- bænda, Peder Thuesen frá Samson Transport, Birgir Ómar Haraldsson frá Jöklum hf., Hallgrímur Jónasson frá Olís hf., Úlfar Hinriksson frá B.J.Trading, Guðmundur Halldórs- son frá Jónum sf., Bjarni Bæringsson frá Humli, Jón Gunnlaugsson frá Gagnaveri og Bragi Kristiansen raf- verktaki." Fram kemur hjá Guðmundi að starfsmenn Flugfax hf. eru nú 6 tals- ins, þar af einn frá Samson Transport í Danmörku, en með aðild Dananna að Flugfax hf. nást margháttuð við- skiptasambönd sem eru fyrirtækinu einkar mikilvæg fyrst í stað á meðan TEXTI: HELGI MAGNÚSSON MYNDIR: GUNNAR GUNNARSSON 112
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.