Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1989, Side 110

Frjáls verslun - 01.04.1989, Side 110
ERLENT TAPA FLUGVELLIRIEVROPU TVEIM MILUÖRÐUM DOLLARA? - FARÞEGARINNAN EB FÁ EKKIAÐ VERSLA TOLLFRJÁLST EFTIR1992 Fyrir fjörutíu árum byrjuðu nokkrir slyngir írskir kaup- sýslumenn að selja flugfarþeg- um á leiðinni yfir Atlantshafið tollfrjálst viskí og vindlinga. Flugvélarnar millilentu á Shannon- flugvellinum á Irlandi og kaupsýslum- önnunum þótti upplagt að nýta sér þessa við- skiptavini sem dvöldust aðeins í fá- eina klukku- tíma í land- inu. Síðan þá hef- ur fríhafnar- verslun á flug- völlum í Evrópu blómstrað og heildarvelta slíkrar verslunar er núna 4.7 millja- rðar dollara. Áætlað hefur verið að um helmingur veltunnar skapist vegna flugfarþega sem fljúga á milli Evrópulanda. En allt bendir til þess að Adam verði ekki lengi í paradís og fríhaiharviðskiptin eru núna í hættu. Virðisaukaskatturinn sem Evrópu- bandalagið ætlar sér að koma á, þegar árið 1992 gengur í garð, mun koma í veg fyrir fríhafnarviðskipti þeirra sem ferðast á milli aðildarland- anna tólf. Þetta gæti þýtt það að heildarveltan verði tveim milljörðum dollara minni en nú er. GÓÐ KAUP Á FLUGVÖLLUM Síðan flug í Evrópu var gert frjáls- ara með lagasetningu árið 1986 hef- ur fjöldi flugfarþega í álfunni aukist um 10% á ári. Á síðasta ári var fjöldi flugfarþega í Evrópu tæpar 500 mill- jónir. Til þess að sjá fyrir þörfum þessara farþega, sem þyrstir í ódýr- ar fríhafnarvörur, hafa flugvallaryf- irvöld víðsvegar í Evrópu látið inn- rétta glæsilegar fríhafnarverslanir, sem selja allt milli himins og jarðar. Þar ber hæst áfengi og tóbak en danskir pelsar, franskir tískuskór, íslensk ullarvara og matvörur eru einnig vinsælar vörur í fríhöfnum. Farþegar eru æstir í að gera góð kaup þar sem skattar á slíkar lúxus- vörur eru háir í flestum Evrópulönd- unum. Sem dæmi má nefna að flaska af skosku viskíi, sem keypt er á Heathrow-flugvelli í Lundúnum, kostar einum þriðja minna þar en í miðborg Kaupmannahafnar. Klútar frá Hermés og ilmvötn frá Yves Saint Laurent kosta slikk í fríhöfn- unum miðað við venjulegt búð- arverð. Vegna þess að fríhafnarvið- skipti eru svo stór í sniðum er kannski ekki að furða að út- sendarar kaup- sýslumanna berjast nú við möppudýr Evrópubanda- lagsins með það markmið í huga að fá þau til að leyfa fríhafnarviðskiptin áfram. Einn þrýstihópur kaupsýslumanna í Brussel spáir því að fríhafnarvið- skipti muni dragast saman um 40% eftir árið 1992. Og ekki nóg með það. Stærsti ilmvatnsframleiða- ndinn, Yves Saint Laurent, áætlar að um 60% af allri sölu fyrirtækisins sé mögulega í hættu ef flugfarþegar innan bandalagsins fái ekki að kaupa tollfrjálsar vörur. 20 % AF TEKJUM FLUGVALLA Ef salan í fríliöfnum minnkar eins mikið og kaupsýslumenn spá fyrir Kjarakaup í franskri fríhöfn. íbúar EB landa geta ekki verslað tollfrjálst eftir 1992 þegar þeir ferðast milli aðildarríkjanna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.