Frjáls verslun - 01.04.1989, Blaðsíða 110
ERLENT
TAPA FLUGVELLIRIEVROPU
TVEIM MILUÖRÐUM DOLLARA?
- FARÞEGARINNAN EB FÁ EKKIAÐ VERSLA TOLLFRJÁLST EFTIR1992
Fyrir fjörutíu árum byrjuðu
nokkrir slyngir írskir kaup-
sýslumenn að selja flugfarþeg-
um á leiðinni yfir Atlantshafið
tollfrjálst viskí og vindlinga.
Flugvélarnar
millilentu á
Shannon-
flugvellinum
á Irlandi og
kaupsýslum-
önnunum
þótti upplagt
að nýta sér
þessa við-
skiptavini
sem dvöldust
aðeins í fá-
eina klukku-
tíma í land-
inu.
Síðan þá hef-
ur fríhafnar-
verslun á flug-
völlum í Evrópu
blómstrað og
heildarvelta
slíkrar verslunar er núna 4.7 millja-
rðar dollara. Áætlað hefur verið að
um helmingur veltunnar skapist
vegna flugfarþega sem fljúga á milli
Evrópulanda. En allt bendir til þess
að Adam verði ekki lengi í paradís og
fríhaiharviðskiptin eru núna í hættu.
Virðisaukaskatturinn sem Evrópu-
bandalagið ætlar sér að koma á,
þegar árið 1992 gengur í garð, mun
koma í veg fyrir fríhafnarviðskipti
þeirra sem ferðast á milli aðildarland-
anna tólf. Þetta gæti þýtt það að
heildarveltan verði tveim milljörðum
dollara minni en nú er.
GÓÐ KAUP Á FLUGVÖLLUM
Síðan flug í Evrópu var gert frjáls-
ara með lagasetningu árið 1986 hef-
ur fjöldi flugfarþega í álfunni aukist
um 10% á ári. Á síðasta ári var fjöldi
flugfarþega í Evrópu tæpar 500 mill-
jónir. Til þess að sjá fyrir þörfum
þessara farþega, sem þyrstir í ódýr-
ar fríhafnarvörur, hafa flugvallaryf-
irvöld víðsvegar í Evrópu látið inn-
rétta glæsilegar fríhafnarverslanir,
sem selja allt milli himins og jarðar.
Þar ber hæst áfengi og tóbak en
danskir pelsar, franskir tískuskór,
íslensk ullarvara og matvörur eru
einnig vinsælar vörur í fríhöfnum.
Farþegar eru æstir í að gera góð
kaup þar sem skattar á slíkar lúxus-
vörur eru háir í flestum Evrópulönd-
unum. Sem dæmi má nefna að flaska
af skosku viskíi, sem keypt er á
Heathrow-flugvelli í Lundúnum,
kostar einum þriðja minna þar en í
miðborg Kaupmannahafnar. Klútar
frá Hermés og
ilmvötn frá
Yves Saint
Laurent kosta
slikk í fríhöfn-
unum miðað við
venjulegt búð-
arverð.
Vegna þess
að fríhafnarvið-
skipti eru svo
stór í sniðum er
kannski ekki að
furða að út-
sendarar kaup-
sýslumanna
berjast nú við
möppudýr
Evrópubanda-
lagsins með
það markmið í
huga að fá þau
til að leyfa fríhafnarviðskiptin áfram.
Einn þrýstihópur kaupsýslumanna í
Brussel spáir því að fríhafnarvið-
skipti muni dragast saman um 40%
eftir árið 1992. Og ekki nóg með
það. Stærsti ilmvatnsframleiða-
ndinn, Yves Saint Laurent, áætlar
að um 60% af allri sölu fyrirtækisins
sé mögulega í hættu ef flugfarþegar
innan bandalagsins fái ekki að kaupa
tollfrjálsar vörur.
20 % AF TEKJUM FLUGVALLA
Ef salan í fríliöfnum minnkar eins
mikið og kaupsýslumenn spá fyrir
Kjarakaup í franskri fríhöfn. íbúar EB landa geta ekki verslað tollfrjálst
eftir 1992 þegar þeir ferðast milli aðildarríkjanna.