Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1989, Blaðsíða 108

Frjáls verslun - 01.04.1989, Blaðsíða 108
ATVINNUHÚSNÆÐI byggingu sem skömmu áður stóð auð og yfirgefin. Því miður höfum við ekki handbær- ar tölur um autt atvinnuhúsnæði en á höfuðborgarsvæðinu er það senni- lega ekki meira en sem nemur 1-2% af heildinni. ÓNUMIN LÖND í REYKJAVÍK Búast má við að á næstu árum verði langmest byggt af atvinnuhús- næði í Reykjavík ef litið er til byggð- anna á suðvesturhomi landsins. Tvennt mun eiga sér stað hvað varð- ar atvinnuhúsnæði í Reykjavík: Ný hús munu spretta upp í eldri bæjar- hlutum og ónumin lönd verða tekin í notkun í útjaðri núverandi byggðar. Aðalskipulag Reykjavíkur 1984- 2004 gerir ráð fyrir að á næstu 20 árum muni atvinnuhúsnæði í borginni aukast um 25-38% og að líklega verði 4/5 aukningarinnar á núverandi at- hafnasvæðum. Búist er við að Ár- túnshöfði, Borgarmýri og Smálönd verði nær fullbyggð 1994 og að tals- verð uppbygging verði að auki á minni svæðum, s.s. á Háskólasvæði, íSkip- holti, Lágmúla, við Borgartún og í Skeifunni. í aðalskipulaginu er gert ráð fyrir að um 110 hektarar af nýjum athafna- svæðum verði að einhverju leyti byggðir fram til ársins 2004. Þessi svæði eru í Geldinganesi, Gufunesi, á Borgarholti, Keldnaholti, Grafar- holti, í Smálöndum og Hádegismóum. Ef þessar spár ná fram að ganga er ljóst að nýbyggingar atvinnuhúsnæð- is í borginni munu færast mjög í út- jaðra höfuðborgarsvæðisins og kann það að hafa sín áhrif á eftispurn eftir lóðum. Höfuðborgarsvæðið allt er ein efnahagsleg heild og margt sem bendir til þess að grófiðnaður og ann- ar iðnaður sæki í útjaðra en verslun og þjónusta verði miðsæknari. MIÐSVÆÐIÐ EFTIRSÓTT Kópavogskaupstaður hefur innan sinna vébanda allstórt land fyrir at- vinnustarfsemi og er það þeim kost- um búið að vera því sem næst í miðju höfuðborgarsvæðisins en jafnframt í góðum tengslum við öflugar sam- gönguæðar. Um er að ræða tvö meg- insvæði: Annars vegar í Smára- hvammi þar sem byggðir verða um 100.000 fermetrar og hins vegar í Fífuhvammi þar sem hægt er að byggja a.m.k. 200.000 fermetra af at- vinnuhúsnæði. Milli þessara svæða liggur Reykja- nesbrautin, nýr samgönguás höfuð- borgarsvæðisins, er liggur frá Suður- nesjum, um Hafnarfjörð, gegnum Garðabæ og Kópavog upp að Korp- úlfsstöðum og gegnum Mosfellsbæ. í Smárahvammslandi hefur verið bryddað upp á nýjung varðandi skipu- lag og umsjón framkvæmda. Fjögur fyrirtæki, Frjálst framtak, Hagkaup, BYKO og Toyota umboðið keyptu þar á síðasta ári yfir 30 hektara lands og hefur það nú verið markaðssett. Stærstur hluti þess verður fyrir verslanir og skrifstofur og eru fram- kvæmdir á vegum Frjáls framtaks þegar hafnar. Fyrsta húsið á svæðinu verður fokhelt vorið 1990 en ætlunin er að reisa þar um 50.000 fermetra á næstu 6 árum sem verða til sölu á almennum markaði. Að auki er það ætlun fyrrgreindu fyrirtækjanna að reisa þar höfuðstöðvar fyrir starfsemi sína. Það sem telst til nýmæla varðandi land Frjáls framtaks er að öllum gatnaframkvæmdum á svæðinu verð- ur lokið árið 1990, en þá á að vera búið að leggja holræsi, malbika götur, koma upp lýsingu og ganga frá þeim lóðum sem til ráðstöfunar verða. Þannig verður svæðið allt markaðs- sett og byggingar afhentar fullfrá- gengnar að utan, bílastæði malbikuð og gróðri komið fyrir. Hvað Fífuhvammsland varðar munu úrslit úr skipulagssamkeppni um 184 hektara svæðis liggja fyrir 11. maí í vor og þar er eins og áður sagði gert ráð fyrir um 200.000 fermetrum af fjölþættu atvinnuhúsnæði. Þetta framboð í Kópavogi virðist mikið en þó samavarar það aðeins eft- irspurn 2-3ja ára á höfuðborgarsvæð- inu. Ef þessi lönd byggjast upp á næstu 10 árum mundu þau anna rúm- lega 20% heildarþarfar á svæðinu öllu. Loks er það útvörður höfuðborgar- svæðisins í suðri, Hafnarfjörður. Þar er gnótt byggingarlanda fyrir atvinnu- starfsemi og er ekki ósennilegt að á næstu öld verði stærsta iðnaðar- svæði landsins innan bæjarmarkanna. Athafnasvæði Hafnfirðinga við Kaplakrika er senn fullbyggt og um 6ZZ»»-16 UUJJ* löOABdox *s jnBjqsuonjeBjoa JHUJBQ 6UBS 'USriB| PIQ1UI3 bso| qb 10 B6a|n|6ej ubqis luniæiu 6c BBUJS 60 BJOfS 'BUJBÖdJOS JBCj UjnUB| Q|A QBd|B(lj Q|A Ujni06 Bc| ijac| e(m iism 1 \\\e jg eisnuoícjjeunsmajH — jnuieQ 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.