Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1993, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.06.1993, Blaðsíða 28
BILAR HINN DÆMIGERÐIÍSLENSKI FORSTJÓRABÍLL ER EKKI LIMÓSÍNA:* JEPPflR ALGENGUSTll Hinn dæmigerði íslenski for- stjórabíll er ekki lengur araer- ísk limósína eða evrópskur eðal- vagn. Jeppar eru núna algeng- ustu forstjórabílarnir þótt margir forstjórar haldi sig auð- vitað enn við amerískar dross- íur eða þekkt merki eins og BMW, Audi, Volvo, Saab og Benz. Það kann í fyrstu að hljóma svolítið undar- lega að jeppar séu for- stjórabílar vegna þess jeppaeign Islendinga er almenn og því sker sá forstjóri, sem ekur um á jeppa, sig ekkert sérstaklega úr á göt- Range Rover. unum sé hugsað um forstjórabíl sem stöðutákn. En auð- vitað er jeppi ekki bara jeppi. Þeir eru misdýrir og lúxusinn er mismikill. NOTAGILDIFREMUR EN STÖÐUTÁKN Spurningin, sem blasir við með for- stjórajeppunum, er hvort forstjórar horfi nú í minna mæli á bílinn sem stöðutákn en líti frekar á notagildið. Færa má rök fyrir því að með jeppakaup- um horfi forstjórar í meira mæli á notagildið. Ekki kannski bara á notagildi bfls- ins fyrir starfið heldur ekki síður fyrir frítímann og áhugamálin. Sú breyting, að jeppar urðu algengustu forstjóra- bflarnir, gerðist ekki á einni nóttu. Þegar fyrir tuttugu árum var þessi þróun byrj- uð. Fyrir fimm árum var hún komin vel á skrið og nú er svo komið að jeppar eru algengustu forstjórabflarn- ir. Það skal áréttað að allir forstjórar aka auðvitað ekki um á jeppum. Margir kjósa auðvitað enn að aka um TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: KRISTJÁN á góðum fólksbfl. Þróunin í þessum málum á undanförnum árum hefur hins vegar verið skýr. RANGE ROVER VAR í RAUN FYRSTIFORSTJÓRAJEPPINN Ef farið er tuttugu ár aftur í tímann voru forstjórajeppar þess tíma Range Rover, Chevrolet Blazer og Wagoneer. Báðar þessar teg- undir voru nokkuð dýrar. Þegar ekið var um á Range Rover var það meira en að aka á jeppa, það var ekið á stöðutákni líka. Range Roverinn er ennþá mun dýrari en fólksbflar og aðrir jeppar og kostar um 6 milljónir króna á götuna í dag. Þeirri kenningu var haldið á Iofti fyrir nokkrum árum að Range Roverinn hefði lítið breyst í útliti til margra ára og það því haft í för með sér að ekki var gott að sjá hvort hann væri nýr eða ekki. Þar með gátu aðrir en forstjórar eignast gamla Ran- ge Rovera og fyrir vikið hefði það rýrt bflinn sem stöðutákn. Það er álit margra, sem selja bfla, að forstjórar horfi núna mun meira til notagildis bflanna en stöðutáknsins. Mörg fyrirtæki hafa það þannig að þau kaupa bfl undir forstjórann. Oftast hafa forstjórarnir sjálfir áhrif á það hvers konar bíll er keyptur. FORSTJÓRABÍLAR ERU SKATTLÖGÐ HLUNNINDI Forstjórabfll, sem fyrirtæki á, er skattlagður sem hlunnindi fyrir for- stjórann. Því dýrari sem bfllinn er þeim mun meiri eru hlunnindin metin af skattinum. Tökum dæmi. Fyrirtæki kaupir nýjan bfl handa forstjór- anum fyrir 4 milljónir. Á skattframtali verður for- Toyota Land Cruser. Nissan Pathfinder. Grand Cherokee EINARSSON 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.