Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1993, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.06.1993, Blaðsíða 33
Færa má rök fyrir því að með jeppakaupum horfi forstjórar ekki síst á notagildi bílsins fyrir frítímann og áhugamál- in. jeppa sem sameina þægindi fólksbfls og getu gömlu jeppanna. Þetta hefur aukið samkeppnishæfni jeppa gagn- vart almennum fólksbflum og hlýtur að vera ein af skýringunum á því að fleiri forstjórar aki um á jeppum en áður. JEPPAEIGN LANDSMANNA ERORÐIN ALMENNARI Jeppaeign landsmanna hefur orðið almennari á undanförnum árum. Eig- endur jeppa eru úr öllum geirum þjóð- félagsins. Haft hefur verið á orði að til sé fyrirbæri sem heiti einfaldiega „að sumir séu haldnir jeppadellu". Skýr- ingar á því fyrirbæri kunna að vera þær að jeppar séu stærri, hærri, sterkari og öruggari en venjulegir fólksbflar og að mönnum líði öðruvísi að aka þeim. Aðrar skýringar á „jeppadellu“ kunna að vera meiri frí- tími almennings og þar með aukin ferðalög innanlands. Sókn í ferðir inn á hálendið hefur til dæmis vaxið stór- lega. ERU LANDFRÆÐILEG RÖK FYRIR JEPPA? Velta má líka fyrir sér landfræði- legum atriðum varðandi jeppaeign. Eins og að ísland sé vetrarríki í 8 mánuði á ári og að jeppar eigi því betur við hér á landi en í suðlægari löndum. Ennfremur að landið sé íjallaland og því henti jeppar betur. Fram hjá þessum atriðum verður vart horft. Rökin á móti eru auðvitað þau að um 60% þjóðarinnar búi á suðvestur- horninu þar sem vegakerfið er nær undantekningarlaust fært alla daga ársins fyrir fólksbfla. Sömuleiðis að snjóruðningur sé meiri og betri en áður um allt land. Einnig að vegir séu betri og í auknum mæli bundnir slit- lagi úti á landi. Ennfremur að sé á annað borð slæmt veður á veturna sé lítið vit í að vera yfirhöfuð á ferð hvort sem menn eru á jeppa eða fólksbfl. Með öðrum orðum, að út frá hreinu notagildi — og engu öðru — sé hægt að komast á milli tveggja staða, A og B, á höfuðborgarsvæðinu allt árið á fólksbfl og þurfi menn að fara í erfiðar fjallaferðir geti þeir einfaldlega leigt sér jeppa. VÍÐA Á HEIMILUM ERU TVEIR BÍLAR Fleiri rök fyrir því að jeppaeign sé orðin almennari en áður kann einnig að vera sú staðreynd að bflaeign landsmanna hefur vaxið stórlega á síðustu fimmtán árum. Víða á heimil- um eru tveir bflar. Oftast er annar ódýr en hinn dýr. Spyrja má sig að því hvort sú staða hafi ekki komið upp á mörgum heimilum á undanförnum ár- um að fyrst verið sé að leggja mikið fé í að eiga tvo bfla sé ágætt að hafa annan fólksbfl en hinn jeppa. VARÐ NOTAGILDIÐ AÐ STÖÐUTÁKNI? Aðrar skemmtilegar pælingar geta verið um almennari jeppaeign lands- manna á undanförnum árum. Ein er sú að eftir að forstjórar fóru í auknum mæli, fyrir um tíu árum, að láta fyrir- tækin kaupa fyrir sig jeppa hafi þeir orðið að stöðutákni sem aðrir hafi vilj- að eignast. Pælingin er ekki síst skemmtileg vegna þess að rökin í upphafi fyrir jeppa til handa forstjóranum kunna að hafa verið sjónarmið hagkvæmni, að hann fengi bíl fyrir áhugamálin í frítím- anum eins og fjallaferðir, laxveiðar og svo framvegis. Síðan þegar æ fleiri forstjórar voru komnir á jeppa hafi þeir orðið að stöðutákni og kveikt þar með löngunina hjá öðrum að komast á slíka bfla. Sem sagt, að notagildi í upp- hafi hafi leitt til stöðutákns. Þetta er á margan hátt skemmtileg andhverfa. HVER VERÐUR ÞRÓUNIN í FORSTJÓRABÍLUM NÆSTU ÁRA? Höldum áfram með þessar vanga- veltur. Að því gefnu að jeppar séu að ákveðnu marki stöðutákn vegna þess hve margir forstjórar aki um á jeppum 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.