Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1993, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.06.1993, Blaðsíða 12
FRETTIR ALFASTEINN HLÝTUR ALÞJÓBAVIBURKENNINGU Álfasteinn hf. á Borgar- firði eystra hlaut nýlega viðurkenningu Alþjóða- samtaka umbúðafram- leiðenda (World Packag- ing Organisation). Viður- kenningin var veitt á alþjóðlegri ráðstefnu, Interpack 93 í Dússeldorf í maí. Þetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem Álfa- steinn hlýtur viðurkenn- ingu á erlendum vett- vangi. Það fékk viður- kenningu í norrænu umbúðasamkeppninni Scanstar fyrir ári og öðl- Helgi Arngrímsson, framkvæmdastjóri Álfasteins hampar hér viðurkenningu Alþjóðasamtaka umbúðaframleiðenda. Til hægri við hann er Jón Þórisson hönnuður umbúðanna. aðist þannig þátttökurétt í Worldstar. Umbúðir Álfasteins eru gjafaöskjur úr tré og hálmi með glerloki. Fyrirtækið keppti í flokki gjafavöruumbúða en alls tóku umbúðir frá 26 lönd- um þátt í samkeppninni. Hönnuður umbúðanna er Jón Þórisson, leik- myndateiknari hjá Borg- arleikhúsinu. Hönnunin er hluti af verkefninu F rumkvæði-F ramkvæmd sem er samstarfsverkefni Iðnlánasjóðs og Iðn- tæknistofnunar íslands. SAMSKIP SEMUR VIÐ EIMSKIP UM BANDARÍKJASIGLINGAR: MIKILL KOSTNAÐUR AF ÞESSARI LEIÐ - VERULEG UMSKIPTI í REKSTRI Árni Geir Pálsson, markaðsstjóri Samskipa, segir að samningur fyrir- tækisins við Eimskip um flutninga milli íslands og Bandaríkjanna, sem verið hafi um 6 prósent af tekjum þess, styrki stöðu Samskips en veiki ekki eins og sumir hafi rætt um eftir að samningurinn var kynntur. Jafnframt hafa Samskip gert samn- inga við erlend skipafélög um flutninga til og frá Bandaríkjunum í gegnum Evrópu. Árni segir að eftir stefnumótun og endur- skipulagningu skilgreini félagið hlutverk sitt nú sem „alhliða flutninga- þjónustufyrirtæki“. Kjarni þeirrar stefnu sé að nýta hagstæðustu möguleika sem gefast hverju sinni hvort sem er með eigin skipum eða flutningatækjum ann- arra. „Við erum einfaldlega að hámarka hagnað af siglingum á milli íslands og Bandaríkjanna. Með samningum við aðra bjóð- um við nú tíðari flutninga og nýtum okkur mikla umframflutningagetu annarra á þessari leið. Bandaríkjasiglingarnar hafa skilað okkur litlum tekjum en miklum kostn- aði. Á síðasta ári voru fjögur félög að sigla á milli íslands og Banda- ríkjanna með fimm skip- um. Félagið getur ekki réttlætt langvarandi tap á neinum hluta starfsem- innar.“ Hann segir veruleg um- skipti hafa orðið í heildar- rekstri Samskipa frá í fyrra er félagið tapaði um 490 milljónum króna, þar af um 200 milljónum vegna hærri fjármagns- kostnaðar frá árinu á undan. „Þrátt fyrir heild- artap upp á nokkra tugi milljóna á fyrstu mánuð- um þessa árs hefur upp- stokkunin á fyrirtækinu gengið það vel að gert er ráð fyrir að reksturinn verði hallalaus þegar upp verður staðið í lok árs- ins.“ Að sögn Árna gera Árni Geir Pálsson, markaðs- stjóri Samskipa, segir að fé- lagið skilgreini sig nú sem al- hliða flutningaþjónustufyrir- tæki sem nýti sér hagstæðustu möguleika sem gefast hverju sinni hvort sem er með eigin skipum eða flutningatækjum annarra. Samskip ráð fyrir lægri rekstrartekjum á þessu ári vegna minni neyslu í kjölfar minnkandi ráð- stöfunartekna. Rekstrar- kostnaður lækki hins vegar miklu meira. Stærri og öflugri skip hafi verið tekin í notkun jafn- framt því sem skipum í áætlunarsiglingum hafi verið fækkað úr átta í fjögur. Stefnt sé að sölu þriggja skipa á árinu. Fjárhagsstaða Sam- skips í lok síðasta árs var þannig að eigið fé félags- ins, eignir umfram skuld- ir, var um 493 milljónir króna. Landsbankinn, í gegnum eignarhaldsfélag sitt Hömlur hf., er lang- stærsti eigandi þess eftir að hann keypti 84% hlut Sambandsins í því. Bank- inn hefur lagt mikla áherslu á að endurskipu- leggja félagið og rétta reksturinn við. Sam- þykkt hefur verið að auka hlutaféð um 180 milljónir og hefur bankinn lýst yfir vilja til að auka hlutafé sitt í samræmi við sinn hlut eða um 150 milljón- ir. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.