Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1993, Page 12

Frjáls verslun - 01.06.1993, Page 12
FRETTIR ALFASTEINN HLÝTUR ALÞJÓBAVIBURKENNINGU Álfasteinn hf. á Borgar- firði eystra hlaut nýlega viðurkenningu Alþjóða- samtaka umbúðafram- leiðenda (World Packag- ing Organisation). Viður- kenningin var veitt á alþjóðlegri ráðstefnu, Interpack 93 í Dússeldorf í maí. Þetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem Álfa- steinn hlýtur viðurkenn- ingu á erlendum vett- vangi. Það fékk viður- kenningu í norrænu umbúðasamkeppninni Scanstar fyrir ári og öðl- Helgi Arngrímsson, framkvæmdastjóri Álfasteins hampar hér viðurkenningu Alþjóðasamtaka umbúðaframleiðenda. Til hægri við hann er Jón Þórisson hönnuður umbúðanna. aðist þannig þátttökurétt í Worldstar. Umbúðir Álfasteins eru gjafaöskjur úr tré og hálmi með glerloki. Fyrirtækið keppti í flokki gjafavöruumbúða en alls tóku umbúðir frá 26 lönd- um þátt í samkeppninni. Hönnuður umbúðanna er Jón Þórisson, leik- myndateiknari hjá Borg- arleikhúsinu. Hönnunin er hluti af verkefninu F rumkvæði-F ramkvæmd sem er samstarfsverkefni Iðnlánasjóðs og Iðn- tæknistofnunar íslands. SAMSKIP SEMUR VIÐ EIMSKIP UM BANDARÍKJASIGLINGAR: MIKILL KOSTNAÐUR AF ÞESSARI LEIÐ - VERULEG UMSKIPTI í REKSTRI Árni Geir Pálsson, markaðsstjóri Samskipa, segir að samningur fyrir- tækisins við Eimskip um flutninga milli íslands og Bandaríkjanna, sem verið hafi um 6 prósent af tekjum þess, styrki stöðu Samskips en veiki ekki eins og sumir hafi rætt um eftir að samningurinn var kynntur. Jafnframt hafa Samskip gert samn- inga við erlend skipafélög um flutninga til og frá Bandaríkjunum í gegnum Evrópu. Árni segir að eftir stefnumótun og endur- skipulagningu skilgreini félagið hlutverk sitt nú sem „alhliða flutninga- þjónustufyrirtæki“. Kjarni þeirrar stefnu sé að nýta hagstæðustu möguleika sem gefast hverju sinni hvort sem er með eigin skipum eða flutningatækjum ann- arra. „Við erum einfaldlega að hámarka hagnað af siglingum á milli íslands og Bandaríkjanna. Með samningum við aðra bjóð- um við nú tíðari flutninga og nýtum okkur mikla umframflutningagetu annarra á þessari leið. Bandaríkjasiglingarnar hafa skilað okkur litlum tekjum en miklum kostn- aði. Á síðasta ári voru fjögur félög að sigla á milli íslands og Banda- ríkjanna með fimm skip- um. Félagið getur ekki réttlætt langvarandi tap á neinum hluta starfsem- innar.“ Hann segir veruleg um- skipti hafa orðið í heildar- rekstri Samskipa frá í fyrra er félagið tapaði um 490 milljónum króna, þar af um 200 milljónum vegna hærri fjármagns- kostnaðar frá árinu á undan. „Þrátt fyrir heild- artap upp á nokkra tugi milljóna á fyrstu mánuð- um þessa árs hefur upp- stokkunin á fyrirtækinu gengið það vel að gert er ráð fyrir að reksturinn verði hallalaus þegar upp verður staðið í lok árs- ins.“ Að sögn Árna gera Árni Geir Pálsson, markaðs- stjóri Samskipa, segir að fé- lagið skilgreini sig nú sem al- hliða flutningaþjónustufyrir- tæki sem nýti sér hagstæðustu möguleika sem gefast hverju sinni hvort sem er með eigin skipum eða flutningatækjum annarra. Samskip ráð fyrir lægri rekstrartekjum á þessu ári vegna minni neyslu í kjölfar minnkandi ráð- stöfunartekna. Rekstrar- kostnaður lækki hins vegar miklu meira. Stærri og öflugri skip hafi verið tekin í notkun jafn- framt því sem skipum í áætlunarsiglingum hafi verið fækkað úr átta í fjögur. Stefnt sé að sölu þriggja skipa á árinu. Fjárhagsstaða Sam- skips í lok síðasta árs var þannig að eigið fé félags- ins, eignir umfram skuld- ir, var um 493 milljónir króna. Landsbankinn, í gegnum eignarhaldsfélag sitt Hömlur hf., er lang- stærsti eigandi þess eftir að hann keypti 84% hlut Sambandsins í því. Bank- inn hefur lagt mikla áherslu á að endurskipu- leggja félagið og rétta reksturinn við. Sam- þykkt hefur verið að auka hlutaféð um 180 milljónir og hefur bankinn lýst yfir vilja til að auka hlutafé sitt í samræmi við sinn hlut eða um 150 milljón- ir. 12

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.