Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1993, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.06.1993, Blaðsíða 56
FOLK ÓLAFUR ÁRSÆLSSON HJÁ VÉLADEILD MARINÓS PÉTURSSONAR-MERKÚRS HF: GÓÐ OG VÖNDUÐ ÞJÓNUSTA FREMUR EN ÚTÞENSLA Ólafur vann við viðgerðir og þjónustu á Caterpillar vélum á annan áratug og stjórnaði verkstæðum Bílaborgar áður en hann gerðist framkvæmdastjóri hjá Merkúr. „Hjá Merkúr er sala og markaðssetning á bátavélum, jarðvegs- tækjum og vélsleðum efst á baugi. A vorin er álagstími í sölu á vinnu- tækjum, bátavélum og utanborðsmótorum. Um sl. áramót var fyrirtæk- ið sameinað öðru fyrir- tæki í eigu Lýðs Björns- sonar og fjölskyldu og heitir nú Marinó Péturs- son-Merkúr hf.,“ sagði Ólafur Ársælsson, fram- kvæmdastjóri véla- deildar fyrirtækisins. Jóhann Ólafur, eins og hann heitir fullu nafni, er 50 ára og lauk vélfræðiprófi frá Vélskóla íslands 1966. Hann var vélstjóri á hvalbátum á skólaárum sínum og fór að vinna í Caterpillardeild Heklu að námi loknu. Þar vann hann í 11 ár við við- gerðir og þjónustu á báta- og vinnuvélum og gerðist síðan sölustjóri í Sjóvéla- deild Heklu. 1980 gerðist Ólafur þjón- ustustjóri hjá Bflaborg og sá um rekstur verkstæðanna sem þjónuðu Mazda fólks- bflum, Hinho vörubflum, Komatsu vinnutækjum og Yanmar bátavélum. Bfla- borg hafði nýlega fengið um- boð fyrir Yanmar bátavélar þegar fyrirtækið hætti rekstri. Ólafur fékk það um- boð þegar hann byijaði hjá Merkúr 1. aprfl 1990 sem framkvæmdastjóri. Merkúr hafði þá flutt inn vinnuvélar í tíu ár. LITLAR VINNUVÉLAR 0G VÉLBÚNAÐUR í PLASTBÁTA „Merkúr hefur lengi haft umboð fyrir veghefla, og jarðvegsþjöppur, m.a. Aveling Barford veghefla frá Bretlandi sem Vegagerð ríkisins hefur mikið notað. Þegar ég kom til starfa bættust Yanmar bátavél- arnar við og fleiri umboð, m.a. fyrir valtara og dælur. Sl. sumar fengum við um- boð fyrir Hyundai gröfur frá Kóreu en þær eru fram- leiddar af sama fyrirtæki og Hyundai tölvurnar og bflarn- ir. í september 1992 yfir- tókum við umboð á Yamaha mótorhjólum og vélsleðum sem Jötunn hf. hafði áður. Verktökum hefur fækkað og samkeppnin er hörð í þjónustu við þá sem eftir eru. Salan er mest í minni vinnutækjum, t.d. litlum gröfum, jarðvegsþjöppum, beltavögnum, dælum o.fl. Það er mikilvægt að hafa á boðstólum það sem þá van- hagar um en oft þarf að leita uppi vörur til að geta þjónað þeim sem best. Okkar markmið er góð og vönduð þjónusta frekar en út- þensla,“ sagði Ólafur. VINNUFÍKILL Eiginkona Ólafs er Sigríð- ur Karlsdóttir, fulltrúi í Iðn- skóla Hafnarfjarðar. Ólafur segist vera latur við félagsstörf og ekki hafa mörg áhugamál fyrir utan vinnuna sem á hug hans all- an. Hann fer stundum í sund og badminton. „Ég á hús og garð í Hafnarfirði sem ég reyni að halda vel við og í það fer talsverður tími. Ég hef þurft að ferðast mikið í tengslum við starfið, m.a. til Japan og Kóreu, og hef mjög gaman af því en hef allt of lítið ferðast innanlands. Ég hef þó gaman af því að veiða, eða að bleyta í bandi eins og ég kalla það, en það er ekki alvarleg veiði- mennska. Ég er kannski dæmigerð- ur vinnufíkill því auk vinn- unnar hjá Merkúr hef ég að- stoðað við rekstur á íþrótta- vörubúðinni Fjölsport í Hafnarfirði sem konan mín á þriðjung í,“ sagði Ólafur að lokum. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.