Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1993, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.06.1993, Blaðsíða 27
gangi gegn þessari aðgerð ríkis- stjórnarinnar og hrindi nemendum frá fátækari heimilum frá námi. Skóla- gjöld í framhaldsskólum eru núna um 10 þúsund á vetri fyrir hvern nem- anda. Systkini fá magnafslátt. Ríkisstjórnin telur að hófleg skóla- gjöld, eins og í kringum 10 þúsund krónur á vetri fyrir nemendur í fram- haldsskóla, ýti þeim ekki, sem áhuga hafi á námi, í burtu. í þessu sambandi má geta þess að foreldrar eru í mörg- um tilvikum að greiða nokkur þúsund krónur á mánuði fyrir tómstunda- iðkun barna, eins og til íþróttafélaga, tónlistarskóla og ýmissa frjálsra fé- lagasamtaka. Varðandi eflingu rannsókna og vís- indastarfsemi hefur ýmislegt verið gert. Fimmtungur af sölu eigna fer til þessa þáttar. Þá hefur framlag til Rannsóknarráðs ríkisins verið aukið. AÐGERÐ13: FORVARNIR í HEILBRIGÐISMÁLUM AÐGERÐ 13: „MEÐ því að styrkja forvarna- og fræðslust- arf í heilbrigðismálum, sem og varnir gegn vímuefnum og umferðarslysum. Rík- isstjórnin mun vinna að endurskipulagningu á starfsemi sjúkrahúsa og lyfjadreifingu og auka sjálfstæði heilsugæslu- og sjúkrastofnana.“ Nokkur árangur hefur náðst í rekstri heilbrigðis- stofnana. Sparnaður þeirra varð um 800 milljónir króna á síðasta ári og munar þar mest um 560 milljóna sparn- að hjá sjúkrahúsunum þrem- ur í Reykjavík, Landspítala, Borgarspítala og Landakots- spítala, frá árinu 1991. Árangur varð hins vegar minni í almannatryggingum. Áætlað var að spara þar um 1,1 milljarð á síðasta ári mið- að við árið 1991, þar af 850 milljónir í sjúkratryggingum en reyndin varð sú að þær jukust um 180 milljómr. Þá var sparnaður lífeyristrygg- inga áætlaður um 250 mill- jónir en í raun jukust útgjöld þeirra um sömu fjárhæð. Ríkisstjómin hefur aukið sjálfstæði sjúkrastofnana eins og hún stefndi að. Þá hefur náðst samkomulag innan hennar um frum- varp sem gefur lyfjadreifíngu frjálsa. AÐGERÐ14: JAFNA VÆGIATKVÆÐA í ÞINGKOSNINGUM AÐGERÐ 14: „MEÐ því að endurskoða núgildandi kosn- ingalög í þeim tilgangi að tryggja jafnræði með kjósend- um og auka áhrif þeirra á það hverjir veljast til þingsetu.“ Forsætisráðherra hefur skipað nefnd um endurskoðun kosningalaga. í umræðunni hefur verið rætt um fækkun þingmanna og ná þannig fram auknu vægi atkvæða á höfuðborgar- svæðinu. Nefndin hefur ekki skilað áliti. Trúlega getur orðið erfitt að ná þessu markmiði. AÐGERÐ15: SEMJA UM ÞÁTTTÖKU í EVRÓPSKA EFNAHAGSVÆÐINU AÐGERÐ 15: „MEÐ því að semja um þátttöku íslendinga í Evrópska efnahagssvæðinu (EES) til að tryggja hindrunar- lausan aðgang sjávarafurða að Evrópumörkuðum. Ekki kemur til greina að gefa eftir forræði yfir íslenskri fiskveiðilögsögu í skiptum fyrir aðgang að mörk- uðum.“ Ríkisstjómin getur státað af því að samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið tókst með þátttöku ís- lendinga. Samningurinn var sam- þykktur á Alþingi síðastliðinn vetur. í samningnum skipta íslendingar á gagnkvæmum veiðiheimildum við EB á um 3 þúsund þorskígildistonnum. Við fáum að veiða loðnu gegn því að EB fái að veiða karfa og langhala. AÐGERÐ16: ÞÁTTTAKA í NAT0 AÐGERÐ 16: „MEÐ því að ís- lendingar verði á fordómalaus- an hátt þátttakendur í hinni miklu umsköpun í átt til frelsis, sem nú setur svip sinn á þróun stjórnmála í Evrópu. Öryggi Is- lands verður áfram best borgið með þátttöku íslendinga í varnarsamtökum vest- rænna lýðræðisríkja og varnarsamstarfi við Bandaríki Norður-Amer- íku. Jafnframt leggur ríkisstjórnin áherslu á þátttöku Islands í nor- rænu samstarfi og í starfi Sameinuðu þjóðanna og Ráðstefnunnar um ör- yggi og samvinnu Evrópuþjóða.“ Þetta hefur allt gengið eft- ir. Efnahagslega getur þó frelsið í Austur-Evrópu og lok kalda stríðsins haft áhrif hér á landi. Mikilvægi her- stöðvarinnar í Keflavík hefur minnkað og uppi eru hug- myndir um stórfelldan nið- urskurð í rekstri Varnarliðs- ins hér á landi. Það skýrist frekar með haustinu. Ef af verður munu margir þeirra, sem unnið hafa fyrir Varnar- liðið, missa vinnuna. Erlendar skuldir hafa aukist frá því stjórnin tók við þótt markmið hennar sé hið gagnstæða. Greiðslu- byrðin, greiðsla afborgana og vaxta, er orðin hættu- lega mikil. Næstum þriðjungur af útflutningstekjun- um endar ekki í vasa íslendinga heldur rennur beint í afborganir. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.