Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1993, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.06.1993, Blaðsíða 49
ERLENT BAN DARISKISIMARISINN AT&T HAGNAST MJÖG VEL - SAMHELDNI, JÁKVÆTT HUGARFAR OG ÁHERSLA Á VIÐSKIPTAVININA SKAPA ÁRANGURINN Bandaríski símarisinn AT&T gerir það gott. Tekjurnar hafa aukist, hagnaðurinn sömuleiðis og þá fylgir hið þriðja yfirleitt í kjölfarið, hlutaféð í fyrirtækinu hefur stórhækkað í verði. Nú er svo komið að fyrirtækið er það fjórða verðmætasta í heimi, að mati markaðarins, og raðar sér á eftir Nippon Telegraph & Tele- phone, Exxon og General El- ectrics. Arangur fyrirtækisins byggist á mikilli og góðri sam- heldni innan þess, jákvæðu og fordómalausu hugarfari stjórn- enda og síðast en ekki síst, áherslu á þarfir viðskiptavin- anna. ROBERT ALLEN INNLEIDDI HUGARFAR LIÐSHEILDAR Forstjóri AT&T er Robert Allen, 58 ára, og réðist hann til fyrirtækis- ins árið 1988. Hann hefur breytt „kúltúr“ þess og innleiddi nýtt hugarfar sem byggist á liðsheild og samvinnu starfs- manna við að ná árangri — sem ekki hefur látið á sér standa. Allen ætlar sér mikla hluti með fyrir- tækið á alþjóðlegum vettvangi á næstu árum. Það sér hann fyrir sér vaxtarbrodd þess, ekki síst vegna sífelldra tækninýjunga í rafeinda- iðnaði og fjarskipta- tækni. Allen ákvað í septem- ber 1991 að gera Jerre nokkum Stead að yfirmanni Global Business Gom- munications Systems, undirfyrirtæk- is AT&T sem framleiðir síma og tól fyrir skrifstofur. Fyrirtækið hafði tap- að milljörðum. En þegar eftir fyrsta mánuðinn sneri Stead dæminu við og í stað taps fór fyrirtækið að mala gull. Þetta varð til þess að Allen gerði Stead í mars síðastliðnum að yfir- manni NCR, tölvufyrirtækis sem AT&T keypti á 7,5 milljarða dollara á hlutabréfamarkaði árið 1991. KALLIÐ MIG FREKAR ÞJÁLFARA EN STJÓRA Jerre Stead er fimmtugur. Hann þykir sína í verki hinn nýja „kúltúr“ innan AT&T sem liggur að baki ár- angri þess. Jerre er lýst þannig: Hann lokar aldrei dyrunum á skrifstofu sinni. Hann hefur meira að segja látið fjarlæga lásimi. Á fundum með starfs- mönnum sínum segist hann ekki vera stjórinn. Kallið mig frekar þjálfara, en þannig lít ég á hlutverk mitt, og um- gangist mig þannig. Hann þykir mjög herskár og fylginn sér. Hann heimtar árangur og vill að þarfir viðskiptavinanna séu ævinlega hafðar að leiðarljósi. Hann segir við starfsmenn sína: „Hafi fundur í fyrir- tækinu staðið í fimmtán mínútur, hvaða fundur sem er, án þess að minnst hafi verið á viðskiptavinina eða keppinautana, skulið þið rétta upp hönd og spyrja hvers vegna það hafi ekki verið gert. Verði engin breyt- ing á næstu fimmtán mín- úturnar skulið þið standa upp og fara. Yfirgefið fundinn. Þið hafið ekkert að gera á honum.“ ALLT Á UPPLEIÐ EFTIRAÐ SLEGIÐVARÁ EINOKUNINA Fyrir níu árum, 1. jan- úar 1984, höfðu banda- rísk stjórnvöld afskipti af AT&T vegna mikillar einokunar þess á símam- arkaðnum vestanhafs. Fyrirtækið var klofið upp í sjö minni fyrirtæki sem störfuðu svæðisbundið. Þá var langlínudeildin, Ma Bell fyrirtækið, að- greind frá meginstar- Eftir að bandarísk stjórnvöld kröfðust þess að fyrirtækið yrði brotið upp árið 1984 vegna mikillar einokunar þess hefur þetta gerst. AT&T hefur minni hlut á markaðnum en markaðurinn hefur stækkað og tekjurnar aukist. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.