Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1993, Side 49

Frjáls verslun - 01.06.1993, Side 49
ERLENT BAN DARISKISIMARISINN AT&T HAGNAST MJÖG VEL - SAMHELDNI, JÁKVÆTT HUGARFAR OG ÁHERSLA Á VIÐSKIPTAVININA SKAPA ÁRANGURINN Bandaríski símarisinn AT&T gerir það gott. Tekjurnar hafa aukist, hagnaðurinn sömuleiðis og þá fylgir hið þriðja yfirleitt í kjölfarið, hlutaféð í fyrirtækinu hefur stórhækkað í verði. Nú er svo komið að fyrirtækið er það fjórða verðmætasta í heimi, að mati markaðarins, og raðar sér á eftir Nippon Telegraph & Tele- phone, Exxon og General El- ectrics. Arangur fyrirtækisins byggist á mikilli og góðri sam- heldni innan þess, jákvæðu og fordómalausu hugarfari stjórn- enda og síðast en ekki síst, áherslu á þarfir viðskiptavin- anna. ROBERT ALLEN INNLEIDDI HUGARFAR LIÐSHEILDAR Forstjóri AT&T er Robert Allen, 58 ára, og réðist hann til fyrirtækis- ins árið 1988. Hann hefur breytt „kúltúr“ þess og innleiddi nýtt hugarfar sem byggist á liðsheild og samvinnu starfs- manna við að ná árangri — sem ekki hefur látið á sér standa. Allen ætlar sér mikla hluti með fyrir- tækið á alþjóðlegum vettvangi á næstu árum. Það sér hann fyrir sér vaxtarbrodd þess, ekki síst vegna sífelldra tækninýjunga í rafeinda- iðnaði og fjarskipta- tækni. Allen ákvað í septem- ber 1991 að gera Jerre nokkum Stead að yfirmanni Global Business Gom- munications Systems, undirfyrirtæk- is AT&T sem framleiðir síma og tól fyrir skrifstofur. Fyrirtækið hafði tap- að milljörðum. En þegar eftir fyrsta mánuðinn sneri Stead dæminu við og í stað taps fór fyrirtækið að mala gull. Þetta varð til þess að Allen gerði Stead í mars síðastliðnum að yfir- manni NCR, tölvufyrirtækis sem AT&T keypti á 7,5 milljarða dollara á hlutabréfamarkaði árið 1991. KALLIÐ MIG FREKAR ÞJÁLFARA EN STJÓRA Jerre Stead er fimmtugur. Hann þykir sína í verki hinn nýja „kúltúr“ innan AT&T sem liggur að baki ár- angri þess. Jerre er lýst þannig: Hann lokar aldrei dyrunum á skrifstofu sinni. Hann hefur meira að segja látið fjarlæga lásimi. Á fundum með starfs- mönnum sínum segist hann ekki vera stjórinn. Kallið mig frekar þjálfara, en þannig lít ég á hlutverk mitt, og um- gangist mig þannig. Hann þykir mjög herskár og fylginn sér. Hann heimtar árangur og vill að þarfir viðskiptavinanna séu ævinlega hafðar að leiðarljósi. Hann segir við starfsmenn sína: „Hafi fundur í fyrir- tækinu staðið í fimmtán mínútur, hvaða fundur sem er, án þess að minnst hafi verið á viðskiptavinina eða keppinautana, skulið þið rétta upp hönd og spyrja hvers vegna það hafi ekki verið gert. Verði engin breyt- ing á næstu fimmtán mín- úturnar skulið þið standa upp og fara. Yfirgefið fundinn. Þið hafið ekkert að gera á honum.“ ALLT Á UPPLEIÐ EFTIRAÐ SLEGIÐVARÁ EINOKUNINA Fyrir níu árum, 1. jan- úar 1984, höfðu banda- rísk stjórnvöld afskipti af AT&T vegna mikillar einokunar þess á símam- arkaðnum vestanhafs. Fyrirtækið var klofið upp í sjö minni fyrirtæki sem störfuðu svæðisbundið. Þá var langlínudeildin, Ma Bell fyrirtækið, að- greind frá meginstar- Eftir að bandarísk stjórnvöld kröfðust þess að fyrirtækið yrði brotið upp árið 1984 vegna mikillar einokunar þess hefur þetta gerst. AT&T hefur minni hlut á markaðnum en markaðurinn hefur stækkað og tekjurnar aukist. 49

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.