Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1993, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.06.1993, Blaðsíða 40
SKOÐUN STAÐAISLANDS MINNIR A DÆMIÐ UM GELTANDIHUND - HVERS VEGNA ER SVO MIKILVÆGT AÐ LAÐA AÐ ERLENDA FJÁRFESTA? Af hverju er svo mikilvægt að laða að erlenda fjárfesta til Is- lands? Svarið við þessu gæti verið eitthvað á þessa leið: Það er hagkvæmara að erlendir fjár- festar leggi til áhættufé til ný- sköpunar og skapi atvinnutæki- færi fyrir Islendinga í leiðinni. Þó að þetta sé í meginatriðum tilgangurinn þegar talað er um að laða að erlenda fjárfesta þá ber einnig að skoða af hverju þetta er svo nauðsynlegt fyrir okkur Islendinga, einmitt núna. fsland er lítil þjóð, aðeins um 260.000 íbúar, eða eins og meðal- stórt fyrirtæki í útlöndum. (ABB As- ea Brown Boveri hefur um 250.000 manns í vinnu.) Af þessum 260.000 eru u.þ.b. 126 þús. úti á vinnumark- aðnum. Vegna fámennis okkar er inn- koma vegna skatta og annarra opin- berra gjalda lítil miðað við milljóna- þjóðir úti í heimi. Samt sem áður hafa íslendingar byggt upp svokallaða vestræna velmegun, að nokkru leyti með hjálp lána erlendis frá. Á sama tíma hafa íslendingar lítið sinnt því að auka framleiðni á aðalhráefninu, fisk- inum. Aftur á móti, ef fagleg mark- aðsfræðileg uppbygging hefði átt sér stað á undanförnum árum, værum við ekki jafn illa stödd nú, eins og raun ber vitni. Hvernig er svo staðan sem við er- um í? Þjóðin er mjög skuldsett og það eru engir sjóðir til, sem hægt er að grípa í til þess að búa til farveg fyrir öflug sóknartækifæri á aðal hráefninu okkar, á erlendum mörkuðum. Skammtímasjónarmið hafa ráðið ríkj- um hér og fiskurinn hefur verið veidd- ur og fluttur út nánast óunninn. Árin líða og íslendingar standa í TEXTI: ÁSDÍS SIGURÐARDOTTIR 40 / Greinarhöfundur, Asdís Sigurðardóttir, er markaðsfræðingur. Hún nam alþjóðleg markaðsfræði við University of Strathclyde í Skotlandi. sömu sporum og halda áfram að flytja út frábært hráefni í stað þess að full- nýta það í gómsæta neyslurétti. Á sama tíma flytjast atvinnutækifæri á erlenda grund og atvinnuleysi eykst hér heima. Það sem hér hefur verið sagt er í meginatriðum það sem blasir við hinum venjulega íslendingi eftir að hann er búinn að lesa dagblöð, tímarit og hlusta á fréttir. ÍSLAND EINS 0G GELTANDIHUNDUR Það efnahagsástand, sem ríkir núna á Islandi, minnir höfund þessar- ar greinar á dæmi úr alþjóðlegri mark- aðsfræði sem varar við „geltandi hundi“ eins og fram kemur í mynd 1. en þar er staða hunds neikvæðasta staðan í þessu hólfariti. Þegar horft er á mynd 2 þá er stjarnan tákn fyrirtækis með hátt markaðshlutfall og sem er í vaxandi markaðssókn. Slíkt fyrirtæki sér vel um sínar mjólkurkýr og beinir hluta af arðinum í rannsóknar- og þróunar- verkefni í því skyni að geta komið með nýjungar og boðið betri vörur en keppinautarnir. Þegar horft er á mynd 3 sést hættuleg atburðarás. Þá dregur held- ur betur úr stjörnuáhrifum og rangar ákvarðanir tæma mjólkurkúna og úr verður geltandi hundur. Þannig virð- ist staða íslands líta út núna og til þess að breyta vörn í sókn þarfnast ís- lenskur iðnaður þess að erlendir fjár- festar verði laðaðir hingað til þess að byggja upp með íslendingum áhuga- verðan útflutning. Erlent áhættufé ætti m.a. að nota í alþjóðlegar markaðsrannsóknir þar sem markaðssamsetning erlendra markaðssvæða (Product, Price,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.