Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1993, Síða 27

Frjáls verslun - 01.06.1993, Síða 27
gangi gegn þessari aðgerð ríkis- stjórnarinnar og hrindi nemendum frá fátækari heimilum frá námi. Skóla- gjöld í framhaldsskólum eru núna um 10 þúsund á vetri fyrir hvern nem- anda. Systkini fá magnafslátt. Ríkisstjórnin telur að hófleg skóla- gjöld, eins og í kringum 10 þúsund krónur á vetri fyrir nemendur í fram- haldsskóla, ýti þeim ekki, sem áhuga hafi á námi, í burtu. í þessu sambandi má geta þess að foreldrar eru í mörg- um tilvikum að greiða nokkur þúsund krónur á mánuði fyrir tómstunda- iðkun barna, eins og til íþróttafélaga, tónlistarskóla og ýmissa frjálsra fé- lagasamtaka. Varðandi eflingu rannsókna og vís- indastarfsemi hefur ýmislegt verið gert. Fimmtungur af sölu eigna fer til þessa þáttar. Þá hefur framlag til Rannsóknarráðs ríkisins verið aukið. AÐGERÐ13: FORVARNIR í HEILBRIGÐISMÁLUM AÐGERÐ 13: „MEÐ því að styrkja forvarna- og fræðslust- arf í heilbrigðismálum, sem og varnir gegn vímuefnum og umferðarslysum. Rík- isstjórnin mun vinna að endurskipulagningu á starfsemi sjúkrahúsa og lyfjadreifingu og auka sjálfstæði heilsugæslu- og sjúkrastofnana.“ Nokkur árangur hefur náðst í rekstri heilbrigðis- stofnana. Sparnaður þeirra varð um 800 milljónir króna á síðasta ári og munar þar mest um 560 milljóna sparn- að hjá sjúkrahúsunum þrem- ur í Reykjavík, Landspítala, Borgarspítala og Landakots- spítala, frá árinu 1991. Árangur varð hins vegar minni í almannatryggingum. Áætlað var að spara þar um 1,1 milljarð á síðasta ári mið- að við árið 1991, þar af 850 milljónir í sjúkratryggingum en reyndin varð sú að þær jukust um 180 milljómr. Þá var sparnaður lífeyristrygg- inga áætlaður um 250 mill- jónir en í raun jukust útgjöld þeirra um sömu fjárhæð. Ríkisstjómin hefur aukið sjálfstæði sjúkrastofnana eins og hún stefndi að. Þá hefur náðst samkomulag innan hennar um frum- varp sem gefur lyfjadreifíngu frjálsa. AÐGERÐ14: JAFNA VÆGIATKVÆÐA í ÞINGKOSNINGUM AÐGERÐ 14: „MEÐ því að endurskoða núgildandi kosn- ingalög í þeim tilgangi að tryggja jafnræði með kjósend- um og auka áhrif þeirra á það hverjir veljast til þingsetu.“ Forsætisráðherra hefur skipað nefnd um endurskoðun kosningalaga. í umræðunni hefur verið rætt um fækkun þingmanna og ná þannig fram auknu vægi atkvæða á höfuðborgar- svæðinu. Nefndin hefur ekki skilað áliti. Trúlega getur orðið erfitt að ná þessu markmiði. AÐGERÐ15: SEMJA UM ÞÁTTTÖKU í EVRÓPSKA EFNAHAGSVÆÐINU AÐGERÐ 15: „MEÐ því að semja um þátttöku íslendinga í Evrópska efnahagssvæðinu (EES) til að tryggja hindrunar- lausan aðgang sjávarafurða að Evrópumörkuðum. Ekki kemur til greina að gefa eftir forræði yfir íslenskri fiskveiðilögsögu í skiptum fyrir aðgang að mörk- uðum.“ Ríkisstjómin getur státað af því að samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið tókst með þátttöku ís- lendinga. Samningurinn var sam- þykktur á Alþingi síðastliðinn vetur. í samningnum skipta íslendingar á gagnkvæmum veiðiheimildum við EB á um 3 þúsund þorskígildistonnum. Við fáum að veiða loðnu gegn því að EB fái að veiða karfa og langhala. AÐGERÐ16: ÞÁTTTAKA í NAT0 AÐGERÐ 16: „MEÐ því að ís- lendingar verði á fordómalaus- an hátt þátttakendur í hinni miklu umsköpun í átt til frelsis, sem nú setur svip sinn á þróun stjórnmála í Evrópu. Öryggi Is- lands verður áfram best borgið með þátttöku íslendinga í varnarsamtökum vest- rænna lýðræðisríkja og varnarsamstarfi við Bandaríki Norður-Amer- íku. Jafnframt leggur ríkisstjórnin áherslu á þátttöku Islands í nor- rænu samstarfi og í starfi Sameinuðu þjóðanna og Ráðstefnunnar um ör- yggi og samvinnu Evrópuþjóða.“ Þetta hefur allt gengið eft- ir. Efnahagslega getur þó frelsið í Austur-Evrópu og lok kalda stríðsins haft áhrif hér á landi. Mikilvægi her- stöðvarinnar í Keflavík hefur minnkað og uppi eru hug- myndir um stórfelldan nið- urskurð í rekstri Varnarliðs- ins hér á landi. Það skýrist frekar með haustinu. Ef af verður munu margir þeirra, sem unnið hafa fyrir Varnar- liðið, missa vinnuna. Erlendar skuldir hafa aukist frá því stjórnin tók við þótt markmið hennar sé hið gagnstæða. Greiðslu- byrðin, greiðsla afborgana og vaxta, er orðin hættu- lega mikil. Næstum þriðjungur af útflutningstekjun- um endar ekki í vasa íslendinga heldur rennur beint í afborganir. 27

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.