Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Side 26

Frjáls verslun - 01.02.1994, Side 26
FORSÍÐUGREIN miðað við það sem verið hefur á und- anfömum tuttugu árum. Erlendis er talið að um miklar sveiflur sé að ræða ef sala nýrra bíla sveiflast um 10% á milli ára og að erfitt sé að reka fyrirtækin. Hérlendis hafa sveiflumar verið í tugum prós- enta. Þannig er 70% samdráttur á milli toppársins 1987 og botnársins 1993. Það segir sig sjálft að fyrirtækin þurfa sterk bein og þolinmæði til að ganga stöðugt í gegnum slíkar sveifl- ur. Fáar atvinnugreinar hafa búið við jafn miklar sveiflur og bflaumboðin á síðustu tíu árum. Einhver kann að segja að bfll sé eins og hver önnur neysluvara, nauð- synjavara, og að fólk ætti að leggja árlega fyrir sem nemur afskriftunum til að eiga fyrir verði nýs bfls þegar það hyggst endumýja. Tekjusam- drátturinn í þjóðfélaginu kemur hins vegar í veg fyrir að fólk geti lagt til hliðar sem skyldi fyrir nýjum bfl. Það eykur enn á sveiflumar. VIRÐISAUKASKATTUR AF GREIÐSLUM ERLENDIS FRÁ A síðastliðnu ári kom fram í fréttum mál sem snerta mun sum bflaumboðin nokkuð á næstunni. Þetta er málið um virðisaukaskattinn á greiðslum frá umboðunum erlendis vegna viðgerða á bflum í ábyrgð. Dæmi: Nýr bfll, sem er í ábyrgð, bilar. Gert erviðhann. Eigandibflsins fær engan reikning. Hins vegar er reikningurinn sendur til framleiðand- ans úti sem greiðir reikninginn. Af þessum reikningi þurfti að greiða virðisaukaskatt frá byrjun ársins 1990 til 1. aprfl á síðasta ári er ákveðið var að fella virðisaukaskattinn af þessum greiðslum niður. Þaubflaumboð, sem greiddu virðisaukaskattinn af erlendu greiðslunum á tímabilinu, fengu hann allan endurgreiddan síðastliðið haust. Þau, sem ekki greiddu, þurfa hins vegar að greiða dráttarvexti og viður- lög vegna þess að þau greiddu ekki skattinn á sínum tíma. Þetta er gert til að mismuna ekki umboðunum. En þau, sem greiddu skattinn, tóku féð úr rekstri sínum og var greiðslustaða þeirra verri sem því nam á meðan hin umboðin héldu peningunum inni í rekstrinum. Ingvar Helgason Brimborg Tekjuskattur — milljónir — 66 IOO i 1990 1991 39 I 1992 Eignaskattsskyld hrein eign - milljónir — 469 386 M IÍ í 1990 1991 1992 Markaðshlutfall 1992 1993 Tekjuskattur - milljónir- 10 1990 27 1991 27 1992 Eignaskattsskyld hrein eign - milljónir — 166 221 200 1990 1991 1992 Markaðshlutfall #■ _____ STAÐA BILAUMBOÐANNA INGVAR HELGASON, - BÍLHEIMAR - Af bflaumboðunum hefur Ingvar Helgason hf. hefur haft algera sér- stöðu í afkomu á síðustu árum. Fyrir- tækið hefur greitt afgerandi mest í tekjuskatt á tímabilinu eða um 179 milljónir. Miðað við álagðan tekju- skatt var skattskyldur hagnaður árið 1990 um 164 milljónir, árið 1991 um 147 milljónir og um 100 milljónir árið 1992. Ingvar Helgason er með þriðju mestu veltuna af bflaumboðunum. Bæði Hekla og P. Samúelsson, Toyota, hafa verið með meiri veltu en langtum minni hagnað. Það sýnir að ekki fer alltaf saman mikil velta og mikill hagnaður. Fjárhagsstaðan er sterk eins og sjá má af eignaskattsskyldri hreinni eign fyrirtækisins sem var um 317 mill- jónir árið 1992. Markaðshlutdeild Ingvars Helgasonar — í gegnum dótturfyrirtækið Bflheima — jókst á síðasta ári en Bflheimar eru með um- boð fyrir GM, Opel og Isuzu. Er markaðshlutdeildin að nálgast það sem Toyota og Hekla eru með. BRIMB0RG Brimborg, sem er með umboð fyrir Daihatsu og Volvo, greiddi næstmest af bflaumboðunum í tekjuskatt á tíma- bilinu eða samtals um 64 milljónir króna. Miðað við álagðan tekjuskatt var skattskyldur hagnaður rúmar 22 milljónir árið 1990, um 60 milljónir 1991 og um 69 milljónir árið 1992. Brimborg hefur verið með fimmtu mestu veltuna af bflaumboðunum, á eftir Heklu, P. Samúelssyni, Ingvari Helgasyni og Globus. Fjárhagsstaða Brimborgar er sterk. Eignaskattsskyld hrein eign var í lok ársins 1992 um 200 milljónir króna. Markaðshlutdeild fyrirtækis- ins minnkaði svolítið á síðasta ári. 26

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.