Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Page 33

Frjáls verslun - 01.02.1994, Page 33
mmmmm^^m kaðar og túlkun á upplýsingum; og loks ráðgjöf fyrir stærri fjárfesta og stofnanir í íjárfestingu á alþjóðlegum mörkuðum sem og hér innanlands. Yngvi hefur starfrækt eigin ráð- gjafarþjónustu undanfarin misseri en hann var áður hagfræðingur Félags íslenskra iðnrekenda og hjá Þjóð- hagsstofnun. Hann hefur MA gráðu í hagfræði frá Queen’s University í Kingston í Kanada. Sverrir starfaði hjá Kaupþingi frá byrjun ársins 1992 en þar áður sem hagfræðingur verðbréfafyrirtækisins MSC a/s í Kaupmannahöfn. Hann er með doktorspróf í hagfræði frá Kaup- mannahafnarháskóla. STJÓRNENDUR ERU SMÁM SAMAN AÐ VAKNA Þeir segja að margir íslenskir stjómendur séu að átta sig á auknum möguleikum á alþjóðlegum fjár- magnsmarkaði og gildi þess að fylgj- ast vel með til að forðast áföll. „Menn eru smám saman að vakna. Stjómendur eyða kannski öllum kröftum sínum við að spara í rekstrar- kostnaði fyrir nokkrar milljónir en tapa svo margfalt þeirri upphæð í gengistapi vegna þess að þau mál sitja á hakanum. Ábyrg stjómun hlýtur hins vegar að byggjast á því að allir þættir í rekstri fyrirtækja séu með sem minnstum tilkostnaði," segir Sverrir. Með áhættustýringu og framvirk- um samningum eru stjómendur að tryggja sig gagnvart erlendum geng- isbreytingum. íslensk fyrirtæki, sem eru í miklum erlendum samskiptum; með erlend lán, tekjur erlendis frá eða hráefniskaup að utan, geta orðið fyrir verulegu gengistapi vegna inn- byrðis breytinga á gengi erlendra mynta. BJÓÐUMST TIL AÐ TAKA AD OKKUR ÁHÆTTUSTÝRINGU „Það er mikilvægt að myntsam- setning erlendra lána taki mið af sam- setningu tekna og horfum á gjaldeyr- is- og fjármagnsmarkaði. Þess vegna bjóðumst við til að fara yfir erlend fjármál fyrirtækja og gefa stjómend- um ráð. í mörgum tilvikum tökum við að okkur að sjá um áhættustýringu vegna heildarskulda og tekna í er- lendri mynt. Við fáum upplýsingar af alþjóðamörkuðum beint inn á borð til okkar og teljum okkur í betri stöðu til að meta upplýsingar og annast þessi mál fyrir stjómendur fyrirtækja en þó auðvitað í náinni samvinnu við þá,“ segir Sverrir. Möguleikar á að tryggja sig á al- þjóðamörkuðum með framvirkum samningum eru afar fjölbreytilegir. Fyrir utan að tryggja fast gengi vegna erlendra lána er líka hægt að festa sjálft verðið, til dæmis verð á útfluttri vöru eða á aðkeyptu hráefni. Einnig er hægt að festa vexti og fleira. Núm- er eitt er auðvitað að stjómendur ís- lenskra fýrirtækja átti sig á þeim kostum sem bjóðast. HVAÐ ER FRAMVIRKUR SAMNINGUR? En hvað er framvirkur samningur?

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.