Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Qupperneq 33

Frjáls verslun - 01.02.1994, Qupperneq 33
mmmmm^^m kaðar og túlkun á upplýsingum; og loks ráðgjöf fyrir stærri fjárfesta og stofnanir í íjárfestingu á alþjóðlegum mörkuðum sem og hér innanlands. Yngvi hefur starfrækt eigin ráð- gjafarþjónustu undanfarin misseri en hann var áður hagfræðingur Félags íslenskra iðnrekenda og hjá Þjóð- hagsstofnun. Hann hefur MA gráðu í hagfræði frá Queen’s University í Kingston í Kanada. Sverrir starfaði hjá Kaupþingi frá byrjun ársins 1992 en þar áður sem hagfræðingur verðbréfafyrirtækisins MSC a/s í Kaupmannahöfn. Hann er með doktorspróf í hagfræði frá Kaup- mannahafnarháskóla. STJÓRNENDUR ERU SMÁM SAMAN AÐ VAKNA Þeir segja að margir íslenskir stjómendur séu að átta sig á auknum möguleikum á alþjóðlegum fjár- magnsmarkaði og gildi þess að fylgj- ast vel með til að forðast áföll. „Menn eru smám saman að vakna. Stjómendur eyða kannski öllum kröftum sínum við að spara í rekstrar- kostnaði fyrir nokkrar milljónir en tapa svo margfalt þeirri upphæð í gengistapi vegna þess að þau mál sitja á hakanum. Ábyrg stjómun hlýtur hins vegar að byggjast á því að allir þættir í rekstri fyrirtækja séu með sem minnstum tilkostnaði," segir Sverrir. Með áhættustýringu og framvirk- um samningum eru stjómendur að tryggja sig gagnvart erlendum geng- isbreytingum. íslensk fyrirtæki, sem eru í miklum erlendum samskiptum; með erlend lán, tekjur erlendis frá eða hráefniskaup að utan, geta orðið fyrir verulegu gengistapi vegna inn- byrðis breytinga á gengi erlendra mynta. BJÓÐUMST TIL AÐ TAKA AD OKKUR ÁHÆTTUSTÝRINGU „Það er mikilvægt að myntsam- setning erlendra lána taki mið af sam- setningu tekna og horfum á gjaldeyr- is- og fjármagnsmarkaði. Þess vegna bjóðumst við til að fara yfir erlend fjármál fyrirtækja og gefa stjómend- um ráð. í mörgum tilvikum tökum við að okkur að sjá um áhættustýringu vegna heildarskulda og tekna í er- lendri mynt. Við fáum upplýsingar af alþjóðamörkuðum beint inn á borð til okkar og teljum okkur í betri stöðu til að meta upplýsingar og annast þessi mál fyrir stjómendur fyrirtækja en þó auðvitað í náinni samvinnu við þá,“ segir Sverrir. Möguleikar á að tryggja sig á al- þjóðamörkuðum með framvirkum samningum eru afar fjölbreytilegir. Fyrir utan að tryggja fast gengi vegna erlendra lána er líka hægt að festa sjálft verðið, til dæmis verð á útfluttri vöru eða á aðkeyptu hráefni. Einnig er hægt að festa vexti og fleira. Núm- er eitt er auðvitað að stjómendur ís- lenskra fýrirtækja átti sig á þeim kostum sem bjóðast. HVAÐ ER FRAMVIRKUR SAMNINGUR? En hvað er framvirkur samningur?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.