Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.02.1994, Blaðsíða 34
FJARMAL Hagfræðingarnir Yngvi Harðarson og Sverrir Sverrisson reka fyrirtækið Ráðgjöf og efnahagsspár hf. Þeir hafa sérhæft sig í ráðgjöf í erlendum gjaldeyrisviðskiptum, áhættuþætti sem vegur í mörgum tilvikum þyngst hjá fyrirtækjum þegar upp er staðið. Margir stjórnendur íslenskra fyrirtækja hafa enn ekki áttað sig á stórauknum möguleikum við að draga úr gengisáhættu í rekstri. „Framvirkur samningur er samn- ingur við viðskiptabanka um kaup eða sölu á gjaldeyri til afhendingar í fram- tíðinni á fyrirfram ákveðnu gengi. Gengið er fest í dag á greiðslu sem innt er af hendi síðar. Ef um greiðslu á erlendu láni er að ræða er komin skuldbinding um að gera skuldina upp á hinu fasta gengi, hvort sem það reynist síðan hærra eða lægra en reiknað var með.“ Kostnaðurinn af framvirkum samn- ingum ræðst af þeim vaxtamun sem er á milli myntanna og tíma samnings- ins. Tökum dæmi: Greiða á af dollara- láni eftir þrjá mánuði; það er dollar er keyptur fyrir krónu á þeim tíma. Ef vextir á íslandi eru 5,5% en 3,5% í Bandaríkjunum gerir það vaxtamun upp á 2 prósentustig á ári. Á ársfjórð- ungi (deilt í með 4) verður kostnaður- inn því 0,5%. Að auki tekur bankinn þóknun, kannski0,2%, ogþarmeð er kostnaðurinn orðinn 0,7%. Ef gengið er 72 krónur á doUaranum þegar það er fest með framvirkum samningi bætast því 0,7% ofan á það í þessu dæmi okkar, dollarinn er keyptur á 72.50 eftir þrjá mánuði. Á sama hátt snýst þetta við ef fyrirtæki ætlar að selja dollar eftir þrjá mánuði, þá fást 71.50 krónur fyrir hann. Samhliða því að Ráðgjöf og efna- hagsspár hf. bjóði fyrirtækjum upp á ráðgjöf í gjaldeyrismálum, annist áhættustýringu og aðstoði við gerð framvirkra samninga sinnir það al- mennri upplýsingamiðlun með útgáfu á ritinu Gjaldeyrismál. Þess utan veit- ir það fyrirtækjum sérhæfðar upplýs- ingar um erlenda markaði. RITIÐ Á AÐ VIRKA SEM VEKJARAKLUKKA Það er Yngvi sem ritstýrir útgáf- unni á Gjaldeyrismálum. Ritið berst til áskrifenda á faxi eftir hádegi alla Með áhættustýringu og framvirkum samningum eru stjórnendur að draga úr áhættu vegna erlendra gengisbreytinga. íslensk fyrirtæki, sem eru í miklum erlendum samskiptum með erlend lán, tekjur erlendis frá eða hráefniskaup að utan, geta orðið fyrir verulegu gengis- tapi vegna innbyrðis breytinga á gengi erlendra mynta. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.