Frjáls verslun - 01.02.1994, Qupperneq 34
FJARMAL
Hagfræðingarnir Yngvi Harðarson og Sverrir Sverrisson reka fyrirtækið Ráðgjöf og efnahagsspár hf. Þeir hafa
sérhæft sig í ráðgjöf í erlendum gjaldeyrisviðskiptum, áhættuþætti sem vegur í mörgum tilvikum þyngst hjá
fyrirtækjum þegar upp er staðið. Margir stjórnendur íslenskra fyrirtækja hafa enn ekki áttað sig á stórauknum
möguleikum við að draga úr gengisáhættu í rekstri.
„Framvirkur samningur er samn-
ingur við viðskiptabanka um kaup eða
sölu á gjaldeyri til afhendingar í fram-
tíðinni á fyrirfram ákveðnu gengi.
Gengið er fest í dag á greiðslu sem
innt er af hendi síðar. Ef um greiðslu á
erlendu láni er að ræða er komin
skuldbinding um að gera skuldina upp
á hinu fasta gengi, hvort sem það
reynist síðan hærra eða lægra en
reiknað var með.“
Kostnaðurinn af framvirkum samn-
ingum ræðst af þeim vaxtamun sem
er á milli myntanna og tíma samnings-
ins. Tökum dæmi: Greiða á af dollara-
láni eftir þrjá mánuði; það er dollar er
keyptur fyrir krónu á þeim tíma. Ef
vextir á íslandi eru 5,5% en 3,5% í
Bandaríkjunum gerir það vaxtamun
upp á 2 prósentustig á ári. Á ársfjórð-
ungi (deilt í með 4) verður kostnaður-
inn því 0,5%. Að auki tekur bankinn
þóknun, kannski0,2%, ogþarmeð er
kostnaðurinn orðinn 0,7%. Ef gengið
er 72 krónur á doUaranum þegar það
er fest með framvirkum samningi
bætast því 0,7% ofan á það í þessu
dæmi okkar, dollarinn er keyptur á
72.50 eftir þrjá mánuði. Á sama hátt
snýst þetta við ef fyrirtæki ætlar að
selja dollar eftir þrjá mánuði, þá fást
71.50 krónur fyrir hann.
Samhliða því að Ráðgjöf og efna-
hagsspár hf. bjóði fyrirtækjum upp á
ráðgjöf í gjaldeyrismálum, annist
áhættustýringu og aðstoði við gerð
framvirkra samninga sinnir það al-
mennri upplýsingamiðlun með útgáfu
á ritinu Gjaldeyrismál. Þess utan veit-
ir það fyrirtækjum sérhæfðar upplýs-
ingar um erlenda markaði.
RITIÐ Á AÐ VIRKA
SEM VEKJARAKLUKKA
Það er Yngvi sem ritstýrir útgáf-
unni á Gjaldeyrismálum. Ritið berst
til áskrifenda á faxi eftir hádegi alla
Með áhættustýringu og framvirkum samningum eru
stjórnendur að draga úr áhættu vegna erlendra
gengisbreytinga. íslensk fyrirtæki, sem eru í miklum
erlendum samskiptum með erlend lán, tekjur erlendis frá
eða hráefniskaup að utan, geta orðið fyrir verulegu gengis-
tapi vegna innbyrðis breytinga á gengi erlendra mynta.
34