Frjáls verslun - 01.02.1994, Síða 35
YNGVI
„Markmið útgáfunnar er að vekja menn til um-
hugsunar um gjaldeyrismál, alþjóðleg fjármál og
þá möguleika sem fyrir hendi eru. Ritið á að virka
sem dagleg vekjaraklukka hjá stjórnendum fyrir-
tækja. Að þeir öðlist víðari skilning á erlendum
gjaldeyrismörkuðum og verði hæfari til að velja
leiðir til að verja sig gegn hugsanlegri áhættu.“
SVERRIR
„Stjórnendur eyða kannski öllum kröftum sínum
við að spara í rekstrarkostnaði fyrir nokkrar mill-
jónir en tapa svo margfalt þeirri upphæð í gengist-
api vegna þess að þau mál voru látin sitja á hakan-
um. Abyrg stjórnun hlýtur hins vegar að að byggj-
ast á því að allir þættir í rekstri fyrirtækja séu með
sem minnstum tilkostnaði.“
virka daga þegar heilleg mynd er
komin á alþjóða íjármagnsmarkaði.
Asíumarkaður hefur þá lokað, Evr-
ópumarkaður á nokkrar klukkustund-
ir eftir í lokun og markaðir vestanhafs
eru nýopnaðir og helstu hagtölur hafa
verið gefnar út. í ritinu er því að fimia
nýjustu upplýsingar um gjaldeyrismál
hverju sinni.
„Markmið útgáfunnar er að vekja
menn til umhugsunar um gjaldeyris-
mál, alþjóðleg fjármál og þá mögu-
leika sem fyrir hendi eru. Ritið á að
virka sem dagleg vekjaraklukka hjá
stjórnendum fyrirtækja. Að þeir öðl-
ist vitneskju um hvað sé að gerast í
alþjóðlegum gjaldeyrismálum og fái
víðari skilning á erlendum fjármagns-
mörkuðum þannig að þeir verði hæf-
ari til að velja leiðir til að verja sig
gegn hugsanlegri gengisáhættu. Síð-
ast en ekki síst gefst þeim færi á að
mynda sér skoðun um hvemig þróun-
in verður næsta sólarhringinn, næstu
daga, vikur eða mánuði. Sumir at-
burðir hafa áhrif langt frarn í tímann,“
segir Yngvi.
Fyrirtækið er í beinu sambandi við
þekkta upplýsingabanka erlendis eins
ogDowJones/Telerate, Datastream
og Global Report frá City bank í New
York. Þannig sést hvernig helstu
markaðir í heimi tifa - og hafa tifað.
Upplýsingarnar, sem bjóðast, eru
nánast óþrjótandi, hvort heldur þær
eru um gjaldeyrismál, fjármál, hluta-
bréf, vexti, hráefnisverð eða annað
það sem tengist alþjóðlegum fjármál-
um.
AÐVERJASIG MEÐ
VIRKRISTJÓRNUN
Með því að fylgjast grannt með
breytingum á alþjóðlegum gjaldeyris-
mörkuðum og kunna að lesa út úr
upplýsingunum geta íslenskir stjóm-
endur varið sig betur gegn gengis-
áhættu en áður. Það getur reynst
dýrkeypt að láta mikilvægar upplýs-
ingar fram hjá sér fara.
„Ástandið í gjaldeyrismálum hér-
lendis var áður fyrr svipað og í Aust-
ur-Evrópu. Allt var bannað sem ekki
var sérstaklega leyft. Hins vegar hef-
ur orðið stökkbreyting í frjálsræðis-
átt. Margir hafa ekki gert sér grein
fyrir þessu. Kostimir eru nú allt aðrir
en áður til að bregðast við utanað-
komandi sveiflum," segir Yngvi.
BREYTT HLUTVERK
FJÁRMÁLASTJÓRA
Umfjöllun um þessi mál vekur upp
ýmsar spurningar varðandi fjármála-
stjórn í fyrirtækjum. Ætla má að fjár-
málastjórar þurfi núna að leggja miklu
meiri áherslu á að fylgjast með á er-
lendum mörkuðum. Ekki sé nægilegt
að sinna einungis innanhússmálum og
hvort einstakar deildir standist kostn-
aðaráætlanir ef stóru kostnaðartöl-
urnar ráðast af sveiflum á erlendum
mörkuðum. I umræðum um stjórnun
hefur þetta stundum verið nefnt að
það hafi lítið upp á sig að gera hlutina
rétt ef ekki er verið að gera réttu
hlutina.
Gengisáhætta fyrirtækja er mis-
mikil. Hún er til dæmis mikil hjá fyrir-
tækjum í sjávarútvegi sem selja á er-
lendum mörkuðum og eru með lán í
erlendri mynt. Sömuleiðis er geng-
isáhættan mikil hjá iðnfyrirtæki sem
selur vörur sínar á innlendum mark-
aði, kaupir allt hráefni að utan og er
auk þess með lán í erlendri mynt.
Til að stjóma betur gengisáhætt-
unni þarf auðvitað fyrst að átta sig á
hvaða kostir séu í boði, þá er hægt að
velja réttu leiðimar.
35