Frjáls verslun - 01.02.1994, Side 37
SJÁLFSTÆÐI
SEÐLABANKA
isvarasjóð landsins. í þriðja lagi að
vera banki ríkissjóðs. í fjórða lagi að
vera banki innlánsstofnana og vera
bakhjarl þeirra ef fjárhagslegt öryggi
þeirra er í hættu. í fimmta lagi er
seðlabanka oft falið eftirlit á fjár-
magnsmarkaði. Þetta er vaxandi hlut-
verk seðlabanka víða um heim. Þann-
ig er því háttað hérlendis með starf-
semi bankaeftirlitsins.“
3. Hvers vegna er nauðsyn-
legt að seðlabanki sé sjálf-
stæður?
„Það fer eingöngu eftir því hvað sé
talið skynsamlegt með tilliti til mark-
miða bankans hvort menn vilji auka
eða minnka sjálfstæði seðlabanka. Al-
mennt er talið að markmið seðla-
banka eigi að vera sem skýrast og lúta
að því að stuðla að stöðugu verðlagi.
Þetta byggist á því að til lengri tíma er
stöðugt verðlag forsenda fyrir því að
unnt sé að tryggja önnur mikilvæg
efnahagsleg markmið eins og aukinn
hagvöxt og lítið atvinnuleysi.
Aukið sjálfstæði seðlabanka er ekki
trúaratriði heldur skynsamlegt fyrir-
komulag sem styðst við reynslu fjöl-
marga þjóða. Þannig væri verksvið
seðlabanka skýrt afmarkað og honum
ekki falin fleiri verkefni en hann hefur
stjómtæki til að hafa áhrif á. Aðrir
mikilvægir þættir efnahagsstjórnunar
eru á ábyrgð og á valdi ríkisstjórnar á
hverjum tíma.
Sjálfstæði seðlabanka felst fyrst og
fremst í því að hafa skýra verkaskipt-
ingu milli ríkisstjórnar og seðlabanka.
Seðlabanki á að móta stefnu í pen-
ingamálum og beita stjómtækjum sín-
um á því sviði án afskipta ríkisstjórn-
ar. Ríkisstjómir hafa síðan mörg önn-
ur stjómtæki í efnahagsmálum sem
eru og eiga að vera utan áhrifasviðs
seðlabanka.
Þótt sjálfstæði bankans sé aukið á
þessu sviði, þá er það fyrst og fremst
sjálfstæði gagnvart ríkisstjórn. Seðla-
bankinn mun eftir sem áður lúta valdi
ffiSKi
Alþingis í formi laga og með starfi
bankaráðs sem er kjörið af Alþingi."
4. Eru stjórnmálamenn ekki
að afsala sér valdi með því
að hafa sjálfstæðan seðla-
banka, banka sem þeir
ráða ekki yfir?
„Ef vald seðlabanka á tilteknu sviði
er aukið þá liggur í hlutarins eðli að
vald annarra minnkar. Þróun undan-
farinna ára hefur reyndar verið sú að
með vaxandi frjálsræði í viðskiptum,
bæði innanlands og erlendis, er vald í
efnahagslegum ákvörðunum í miklu
ríkari mæli á frjálsum markaði, t.d. á
fjármagnsmarkaði. Aukið frelsi hefur
þannig minnkað vald stjórnvalda
verulega, hvort sem um er að ræða
vald seðlabanka eða ríkisstjórna.
í núgildandi lögum um Seðlabanka
íslands er gert ráð fyrir að verði deil-
ur milli ríkisstjómar og Seðlabankans
þá ræður stefna ríkistjórnarinnar.
Sjálfstæði seðlabanka felst í því að
hann hafi sjálfstæði á sviði peninga-
mála og eftirlits og vinni að stöðugu
verðlagi en ríkisstjórn, sem starfar í
umboði lýðræðislega kjörinna fulltrúa
þjóðarinnar, ræður ferðinni að veru-
legu leyti í mikilvægum málum eins
og atvinnustefnu og launamálum.“
5. Er hægt að hafa sjálf-
stæðan seðlabanka nema
bankaráð hans hafi loka-
orðið við ráðningu banka-
stjóra?
37