Frjáls verslun - 01.02.1994, Blaðsíða 38
EFNAHAGSMÁL
„Ef vald seðlabanka á tilteknu sviði er aukið þá liggur í hlutarins eðli að vald annarra
minnkar. Þróun undanfarinna ára hefur reyndar verið sú að með vaxandi frjálsræði í
viðskiptum, bæði innanlands og erlendis, er vald í efnahagslegum ákvörðunum í miklu ríkari
mæli á frjálsum markaði, t.d. á fjármagnsmarkaði. Aukið frelsi hefur þannig minnkað vald
stjórnvalda verulega, hvort sem um er að ræða vald seðlabanka eða ríkisstjórna.“
„Seðlabanki er hluti af opinberu
valdi og verður að lúta eftirliti. Það er
mikilvægt að gera sér grein fyrir því
að sjálfstæði stofnana má aldrei vera
eftirlitslaust. Eftirlit af hálfu löggjaf-
ans með starfsemi Seðlabankans er
fyrst og fremst verkefni bankaráðs
svo og Ríkisendurskoðunar á tilteknu
sviði. Bankaráð er kjörið pólitískri
kosningu á Alþingi. Bankastjórar eru
skipaðir núna af viðskiptaráðherra að
fengnum tillögum bankaráðs. Það er
hægt að skerpa þann ferill með því að
auka hæfniskröfur til bankastjóra,
skylda að auglýsa bankastjórastöður
og að væntanlegir bankastjórar verði
að fá stuðning í bankaráði.
Það er eðlilegt að fulltrúi fram-
kvæmdavaldsins, þ.e. viðskiptaráð-
herra, skipi í stöður bankastjóra. Að-
alatriðið er að þess sé gætt að skipað
sé í bankastjórastöður út frá því sjón-
armiði að fá sem hæfasta einstaklinga
til að vinna að markmiðum bankans.
Sjálfstæði seðlabanka er ekki tryggt
með því að fela bankaráði öll völd.
Bankaráð getur misnotað vald sitt
eins og aðrir.“
6. Stundum er sagt að stjórn-
málamenn hugsi oft of
mikið um skammtímasjón-
armið. Er þá sjálfstæður
seðlabanki „þessi ein-
hver“ sem verður að hugsa
um langtímasjónarmið?
„Það er alþekkt að ríkisstjórnir
huga oft að skammtímasjónarmiðum í
efnahagsstjórn, enda takmarkar
lengd kjörtímabils starf ríkisstjórnar.
Stöðugleiki í verðlagi er hins vegar í
eðli sínu langtímamarkmið og seðla-
banki á að vinna að því markmiði sem
venjulega styrkir umgjörð efnahags-
lífins. Það er því ekkert sem mælir á
móti því almennt að ríkisstjórn leggi
áherslur á önnur efnahagsmarkmið til
skemmri tíma. Langtímasjónarmið í
efnahagslífinu endurspeglast ekki
aðeins í starfsemi seðlabanka heldur
miklu frekar í starfsemi fyrirtækja og í
milliríkjasamningum. “
7. Ef helsta hlutverk seðla-
banka er að halda verð-
bólgu niðri gegndi þá
Seðlabanki íslands ekki
hlutverki sínu næginlega
vel í óðaverðbólgu síðustu
ára?
„Hlutverk Seðlabankans í núgild-
andi lögum er ekki eingöngu að halda
verðbólgu niðri heldur m.a. einnig að
vinna að því að framleiðslugeta at-
vinnuveganna sé hagnýtt á sem fyllst-
an og hagkvæmastan hátt og að efna-
hagsstefna ríkisstjómarinnar nái til-
gangi sínum. Hér er um mörg mark-
mið að ræða sem geta stangast á.
Efnahagsstjórn síðustu ára og ára-
tuga var á ábyrgð ríkisstjórna á hverj-
um tíma en ekki Seðlabankans. Það
er beinlínis lögbundið að Seðlabank-
inn skuli stuðla að framgangi efna-
hagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Efna-
hagsþróun hérlendis síðustu áratugi
hefði vafalítið orðið önnur ef Seðla-
bankinn hefði haft skýrt orðuð mark-
mið, afmörkuð stjórntæki og frelsi til
að beita þeim með langtímasjónarmið
í huga.“
8. Hvaða önnur tæki hefur
seðlabanki til að halda
niðri verðbólgu en með því
að stýra peningamagninu
og vöxtum?
„Stjórntæki Seðlabankans eru
fyrst og fremst vextir á lánum sem
Seðlabankinn veitir m.a. innláns-
stofnunum, bindiskylda, lausafjár-
skylda og kaup og sala verðbréfa á
markaði. Hið síðastnefnda er lang-
mikilvægast hérlendis. Markaðsað-
gerðir vega þyngst og bindiskylda og
lausafjárskylda skipta sífellt minna
máli. Stjórntæki Seðlabankans eru
þannig fyrst og fremst fólgin í því að
hafa áhrif á vaxtastig með markaðsað-
gerðum. Það er einnig mikilvægt að
ríkissjóður hafi ekki aðgang að lánsfé í
Seðlabankanum. Þóttmarkmið seðla-
banka eigi að vera að halda aftur af
verðbólgu þá ræðst árangur slíkrar
stefnu ekki síst annars staðar í hag-
kerfinu, t.d. með stefnu íríkisfjármál-
um og launamálum."
9. Nú er samband milli verð-
bólgu og atvinnuleysis
(Phillips-kúrfan). í því felst
að seðlabanki þarf að skil-
greina við hvaða atvinnu-
leysisstig verðbólga fari af
stað. Getur ekki verið að
hann hafi aðra skilgrein-
ingu en ríkisstjórn og
hindri þannig markmið
hennar?
„Samband milli verðbólgu og at-
vinnuleysis er flókið og margir þættir
hafa þar áhrif. Flestir hagfræðingar
telja að til langs tíma sé farsælast að
tryggja atvinnu með því að stuðla að
stöðugu verðlagi. Það er einfaldlega
ekki hægt til lengdar að tryggja at-
vinnu og hagvöxt með verðbólgu.
Efnahagsleg markmið ríkisstjóma
eru miklu fjölbreyttari en markmið
seðlabanka og vissulega getur komið
upp ágreiningur milli seðlabanka og
ríkisstjórnar, t.d. þannig að verðlags-
markmiðum seðiabanka sé stefnt í
hættu með fjármögnun á hallarekstri
ríkssjóðs erlendis. Þá myndi seðla-
bankinn vinna að framgangi stefnu
38