Frjáls verslun - 01.02.1994, Page 43
STJORNUN
AÐ SJEKJA FORSTJÓRA
ÚT FYRIR FYRIRTÆKIÐ
HVERS VEGNA AD GANGA FRAM HJÁINNANHÚSSMANNIOG FÁ UTANAÐKOMANDI í
FORSTJÓRASTÓLINN í VEIKBURÐA FYRIRTÆKI? ÁSTÆÐURNAR ERU MARGAR.
Það hefur færst mjög í aukana
að ráða utanaðkomandi for-
stjóra í stóru bandarísku fyrir-
tækin sem staðið hafa höllum
fæti. Reynslan sýnir að þetta
hefur gefist vel. Það er eins og
utanaðkomandi forstjórar eigi
betra með að snúa taflinu við,
hrinda breytingum í fram-
kvæmd og láta til
skarar skríða.
ÁR UTANAÐKOMANDI
FORSTJÓRA
Síðasta ár, árið 1993,
hefur verið kallað ár
hinna utanaðkomandi
forstjóra. Um öll Banda-
ríkin hafa stjórnarmenn í
veikburða fyrirtækjum
leitað í auknum mæli að
utanaðkomandi forstjór-
um og þar af leiðandi
gengið fram hjá innan-
hússmönnum sem taldir
voru líklegir til að hreppa
hnossið.
Þegar stjóm Kodak í
Bandaríkjunum réð í
október síðastliðnum,
George Fisher, 52 ára
fyrrverandi forstjóra
Motorola, var hann einn
af mörgum utanaðkom-
andi forstjórum sem
þekkt stórfyrirtæki hafa
ráðið til sín á undanföm-
um misserum. Minnast
má þess að IBM réð í
fyma Louis Gerstner frá
RJR Nabisco til að bjarga
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON
málunum. Sömuleiðis réð risinn
Westinghouse utanaðkomandi for-
stjóra, Michael Jordan, sem áður var
við völd hjá Clayton Dubilier & Rice
og þar áður hjá Pepsi.
Og listinn heldur áfram. Eugene E.
Jennings, prófessor við Michigan
Stateháskólann fann út að fyrstu níu
mánuði síðasta árs voru 19 af 64 nýj-
um forstjórum í 360 stærstu fyrir-
tækjum á Fortune-500 listanum utan-
aðkomandi menn. Þetta er um 30%.
Það er hæsta hlutfall síðan árið 1949
er Jennings hóf að skoða þessi mál.
UTANHÚSSMÖNNUM TEKST
OFTARVEL UPPENILLA
Þótt árangurinn af því að fá utan-
George Fisher, forstjóri Eastman Kodak í Bandaríkjunum, er 52 ára og náði frábærum
árangri hjá Motorola. Hann segist sannfærður um að hann nái að koma Kodak á beinu
brautina aftur ineð því minnka skrifræðið og gera allar boðleiðir virkari.
43