Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Page 49

Frjáls verslun - 01.02.1994, Page 49
SÉRATKVÆÐI HJARTAR Hjörtur Torfason skilaði sérat- kvæði. Komst hann að þeirri niður- stöðu að annar mannanna, sá sem var framkvæmdastjóri Mótorskipa, væri ábyrgur fyrir fjárskuldbindingum enda hafi hann átt viðskiptin við hinn erlenda aðila. Hjörtur telur hins vegar að hinn stjórnarmanninn sé ekki hægt að draga til ábyrgðar enda hafi hinn erlendi aðili lýst því yfir að fyrirtæki sitt hafí hvorki gert samninga við hann og né kynnt sér hvernig sam- starfi stjórnarmannanna tveggja væri háttað. Hjörtur telur ennfremur að erlendi aðilinn hafi átt ótvíræðan kost á að kynna sér til hlítar starfshætti Mótor- skipa og fjárreiður og að ekki verði séð að hann hafi verið beittur blekk- ingum. Þvert á móti hafi honum verið ljóst að fyrirtækið átti við mikla greiðsluerfiðleika að stríða. Jafnframt sýni gögn málsins að viðskiptunum hafi ekki verið slitið vegna þessara greiðsluörðugleika heldur þegar yfír- völd gripu í taumana í lok janúar 1985 við rannsókn máls fyrirtækisins gagn- vart tollyfirvöldum. HRAFNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR, VINNUVEITENDASAMBANDIÍSLANDS EKKIHÆGT AÐ SKÝLA SÉR Á BAK VIÐ HLUTAFÉLAGSFORMIÐ Dómurinn staðfestir að menn geta ekki komið sér hjá persónu- legri ábyrgð á viðskiptaskuldbindin- gum sínum með því einu að skrá starfsemi sína sem hlutafélag. Til þess að geta notið góðs af ábyrgðarreglum hlutafélaga verður reksturinn að vera í samræmi við reglur hlutafélagalaga, halda þarf að- alfundi, ganga verður frá ársreikning- um og fara að samþykktum félagsins. Stjómarmenn og framkvæmdastjóri, sé hann ráðinn, bera ábyrgð á því að svo sé. Á því var alvarlegur misbrest- ur í þessu tilviki og á því byggist dómsniðurstaðan. Ég á því ekki von á að dómurinn hræði menn frá því að setjast í stjómir hlutafélaga. Ég tel á hinn bóginn líkur á að hann verði til þess að menn geri sér betur grein fyrir ábyrgð sinni, sé ekki rétt að farið, og stuðli þannig að öryggi í viðskiptum. Reyndar hafa áður gengið refsi- dómar um ábyrgð stjómarmanna í hlutafélögum. Stjómarmenn hafa þannig verið gerðir ábyrgir fyrir því að hafa ekki skilað gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna. Fyrir viðskiptalífið skiptir miklu að mönn- um sé, eins og kostur er, ljóst hvert sé hlutverk, skyldur og ábyrgð stjómarmanna í fyrirtækjum þó rétt- arstaðan sé óljós um margt. Það þarf því upplýsingar og fræðslu sem er til þess fallin að gera stjómarmenn virkari í stefnumótun og eftirliti. Með því móti má auka traust manna á fyrirtækjum. Dómur- inn er þannig innlegg í þá umræðu, sem nú á sér stað, um viðskiptasið- ferði sem margir telja að þurfi að bæta. SAMVINNUHÁSKÓLINN - REKSTRARFRÆÐI Rekstrarfræðadeild Samvinnuháskólapróf í rekstrarfræðum miðar að því að reksrarfræðingar séu undirbúnir til forystu-, ábyrgðar- og stjórnunarstarfa í atvinnulífinu. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða viðskiptabrautum eða lokapróf í frumgreinum við Samvinnuháskólann aða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Oll helstu svið rekstrar, viðskipta og stjórnunar, s.s. markaðsfræði, fjármálastjórn, starfsmannastjórn, stefnumótun, lögfræði, félagsmál o.fl. Námstimi: Tveir vetur, frá september til maí. Námið er lánshæft hjá LIN. Frumgreinadeild Nám til undirbúnings rekstrarfræðanámi. Inntökuskilyrði: Umsækjandi skal hafa lokið lánshæfu sérnámi, s.s. iðn-, vél-, stýrimanna-, bænda-, hótel og veitingaskóla, o.fl. Námstími: Einn vetur, frá september til maí. Námið er lánshæft hjá LIN. Undirbúningsnám Nám til undirbúnings rekstrarfræðanámi. Inntökuskilyrði: A.m.k. þriggja ára almennt framhaldsskólanám eða sambærilegt. Námstími: Einn vetur, frá september til maí. Aðstaða: Nemendavist og fjölskyldubústaðir á Bifröst, ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.fl. Barnaheimili og grunnskóli nærri. Kostnaður: Fæði, húsnæði og fræðsla áætluð um 40.000 kr. á mánuði næsta vetur. Umsóknir: Með bréfi til rektors Samvinnuháskólans á Bifröst. I því skal geta persónuupplýsinga, upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skirteina og um fyrri störf. Tvenn meðmæli fylgi. Þeir umsækjendur ganga fyrir, sem eru orðnir eldri en 20 ára og hafa öðlast reynslu í atvinnulífinu. Umsóknir verða afgreiddar 25, apríl n.k. og síðan eftir því sem skólarými leyfir. Samvinnuháskólinn Bifröst, 311 Borgarnes • Sími: 93-50000 • Bréfsími: 93-50020 49

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.