Frjáls verslun - 01.02.1994, Side 52
TOLVUR
Eina örugga ráðið er að hafa afrit af stýrikerfinu ávallt til taks.
þess að það hafí verið sérstaklega
uppfært.
Subst. exe sem gerir kleift að forrita
drifbókstaf í ákveðna skráarvísun í
skipanaskránni Autoexec. bat.
Sys.com sem gerir kleift að setja
upp ræsidisk.
Undelete.exe - skipun sem gerir
kleift að endurstofna skrár sem hefur
verið eytt vegna mistaka. (Því aðeins
hægt hafi ekki verið skrifað yfir þær.)
Xcopy.exe sem gerir kleift að afrita
margar skrár í einni runu á fljótlegan
hátt.
Skrámar eru fleiri og því kunna ein-
hverjir notendur að vilja afrita fleiri en
þessar sem ég sting upp á hér. En
þessar skrár, ásamt hinu raunveru-
lega DOS-stýrikerfi, þurfa samanlagt
451,55 kb og komast þannig auðveld-
lega fyrir á einum 720 kb 3,5“ diski.
Til þess að öryggisafritið sé sem
fuUkomnast og að með því megi end-
urræsa kerfið og afrita það síðan inn á
nýjan, fastan disk eða forsniðinn,
fastan disk eftir viðgerð þarf að afrita
2 skrár til viðbótar. Þær eru skipana-
skrár kerfisins Autoexec.bat og
Config.sys. Að því loknu ætti að rit-
verja diskinn og geyma á vísum stað
merktan sem öryggisafrit af DOS-
kerfi.
í lokin má geta þess að þurfi maður
að breyta einhverri línu í skipanaskrá
er ekki nauðsynlegt að gera það með
DOS-ritli, t.d. Edlin sem er dálítið
stirðbusalegur. Það má einnig nota
ritvinnslukerfi tilþess, t.d. WordPer-
fect og vista línusetta skrána sem
ASCII-skrá. Þeir, sem þurfa t.d. að
forrita símamótald, geta sparað sér
tíma á þennan hátt.
HVAÐ VEISTU UM KERFIÐ?
Segjum sem svo að þú sért notandi
úti á landi með 386-, eða 486-PC
tölvu og Windows 3.1 undir DOS 5.0.
Þú sérð auglýsingu í blaði um skanna
til að minnistaka myndir og nota í út-
gáfukerfi; tæki sem þig vantar og á
viðráðanlegu verði. Þú hringir til
seljandans í Reykjavík til að fá nánari
upplýsingar og spyrð, að sjálfsögðu,
hvort þessi skanni passi ekki örugg-
lega fyrir þína tölvu og viðmót? Sölu-
maðurinn spyr þá hvaða skjákort þú
sért með og hvaða útgangar (port)
séu á tölvunni og hvaða músarstjóri
sé notaður. Gætirðu svarað því?
Tökum annað dæmi: Tölvan hættir
allt í einu að birta rétta dagsetningu
og tíma. í ljós kemur að rafhlaðan sem
knýr rauntímaklukkuna, er tóm. Það
er ekki stórmál fyrir sæmilega lag-
hentan notanda að skipta um þessa
rafhlöðu. Vandamálið er að vita hvar
hún er og sé hún á sk. „Com-korti“ að
vita af hvaða tegund það er. Gætirðu
svarað því þannig að þú gætir pantað
rafhlöðu af réttri gerð?
Og þriðja dæmið mætti taka: Not-
andi úti á landi á í vandræðum vegna
þess að fasti diskurinn í tölvunni virk-
ar ekki. Það er möguleiki á því að
hægt sé að leysa málið með símtali
við tæknimann. Það fyrsta, sem hann
spyr um, er líklega: Hvaða tegund og
stærð af föstum diski ertu með? Gæt-
irðu svarað því?
En þegar neyðin er stærst er ...
MS-DOS inniheldur sérstakt grein-
ingarkerfi sem getur upplýst þig um
Microsoft Diagnostics version 2.00 2/28/94 4:18pm Page 1
--------------- Customer Information ------------
Ncime: Leo M. Jonsson
Company Name: Frodi hf/Frjals Verzlun
Addressl: Bildshofda 18
Address2: Reykjavik
--------------- Summary Information -------------
Computer: AST/IBM, 486DX
Memory: 640K, 7168K Ext, 4760K XMS
Video: VGA, Cirrus, Integra
Network: No Network
OS Version: MS-DOS Version 5.00
Mouse: PS/2 Style Mousef 8.20
Other Adapters:
Disk Drives: A: B: C: D:
LPT Ports: 2
COM Ports: 2
--------------------- Computer ------------------
Computer Name: AST
BIOS Manufacturer: IBM
BIOS Version: dAST Bravo LC BIOS Rel. 1.03
BIOS Category: IBM PC/AT
BIOS ID Bytes: FC 01 20
BIOS Date: 06/10/92
Processor: 486DX
Math Coprocessor: Internal
Keyboard: Enhanced
Bus Type: ISA/AT/Classic Bus
DMA Controller: Yes
Cascaded IRQ2: Yes
BIOS Data Segment: None
Kerfisskýrsla nr. 1. „Um tölvuna". Þannig birtir MSD upplýsingar um teg-
und, gerð og byggingu tölvunnar.
52